Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 70
70
1 sb. 1589 og 1619 er fyrirsögnin: »Ó, Jesu Christe, sá eð
manndóm tókst«, og gæti virzt vísa til hinnar fyrri þýðingar,
eftir Gísla byskup Jónsson (14. sálmur í kveri hans). Senni-
lega er þó þýðing þessi tekin úr söngbók Ólafs byskups Hjalla-
sonar og lagfærð, enda ekki svipur með henni og þýðingu
Gísla byskups. Sálmurinn er frumorktur á sænsku af öðrum
hvorum bræðranna Olaus Petri (presti í Stokkhólmi, d. 1552)
eða Laurentius Petri (byskupi í Uppsölum, d. 1574), en
komst inn í fyrslu sálmabækur Dana (Cl. Mortensöns 1529)
og hélzt þar lengi, »0 Jesu Christ, som Manddom togw.1)
Á sænsku og dönsku er sálmurinn þó að eins 5 erindi (eins
og í þýðingu Gísla byskups, sb. 1619, öllum gr. og s-msb.
1742), en í sb. 1589 eru erindin 6, og er 3. erindið um fram,
kynjað þá líklega frá Ólafi byskupi Hjaltasyni. Sálmur þessi
með lítils háttar breytingum Magnúsar Stephensens var tek-
inn upp í Leirárgarða og Viðeyjar sb. (nr. 57 i þeim) og í
sb. 1871-84 (nr. 88).
Lagið i gr. er alveg sambljóða sb. HTh. (bl. 24) og NJesp.
gr. (bls. 110 o. s. frv.) (sjá nr. 8 a), en lagið í sb. 1589 og
1619 má ætla, að verið hafi í söngbók Ólafs byskups Hjalla-
sonar og sé þaðan tekið (sjá 8 b); það er í hvorugri heilt.
16. Heiðra skuluni vér herrann Krist.
Sb. 1589, bl. viij— ix; sb. 1619, bl. 10—11; gr. 1594 (messuupphaf h
jólum) og allir gr. siðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. og gr.
Sálmurinn er 7 eiindi og honum haldið óbreyttum, að
kalla má, í öllum ritunum; að eins 4. og 5. erindi er vikið
við lítið eitt í gr. 1594, og hélzt svo síðan í öllum gr., sb.
1619 og s-msb. 1742, Upphafserindið er með laginu (nr. 9).
Að visu er sálmur þessi áður til, í þýðingu Marteins bysk-
ups Einarssonar (16. sálmur í kveri hans), en samt verður
ekki talið, að hún sé tekin hér upp breytt, heldur sé hún
þeirri að mestu óháð. En fyrirsögnin i sb., »Lofaður sértú,
Jesú Krist«, virðist veita átyllu til þess að ætla, að til grund-
vallar sálminum hér liggi önnur eldri þýðing, og þá úr söng-
bók ólafs byskups Hjaltasonar, sem breytt hafi verið; vera
má þó, að þetta séu upphafsorð sálmsins i lausu máli, en
hann er eftir Lúther, »Gelobet seist du, Jesu Christ«, þótt
fyrirmynd hafi fundizt í gömlu jólaversi. Bersýnilega hefir
nákvæmlega fylgt verið frumsálminum, en ekki hinni dönsku
þýðingu, »Lovet være du, Jesu Krist«, sem fyrst er í sb. Cl.
1) Beckman bls. 146 o. s. frv.; Nutzliorn I. bls. 220; Bruun I. bls.
125-6; II. bls. 56.