Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 20
20
dómsmaður Christiern (Christen) Pedersen (d. 1554) út sálma-
bók sina i Málmhaugum. Þá er talið, að Hans byskup Tavsen
(d. 1561) hafi gefið út sálmabók 1544, en ekki þekkja menn
nú nokkura útgáOi hennar fyrr en 1553, en siðar komu fleiri.
Árið 1569 gaf Hans Thomissön, prestur við Maríukirkju i
Iíaupmannahöfn (d. 1571), út sálmabók sina; var hún stærsl
allra og langa tíð síðan hin eina, er notuð var í Danmörku og
Noregi. Loks (1573) gaf Niels byskup Jespersen (f. 1518, d. 1587)
út messnsöngsbók (gradnale); skal siðan ekki rakið nánara.
III. Sálmakveðskapur á íslenzkii fyrir daga
Guðbrands byskups.
Eins og kunnugt er, eigum vér Islendingar mikinn fjölda
andlegra Ijóða úr kaþólskum sið, lielgikvæði (heilagra manna
kvæði), er svo liafa kölluð verið. En ekki verður vart eigin-
legra hymna né beinna þýðinga á latínskum hymnum fyrir
siðskiptin. Pau valda hér timamótum i þessu, sem í mörgum
öðrum efnum.
í kirkjuskipan Ivristjáns III., 2. sept. 1537, er telja veiður
lögtekna í Skálholtsbyskupsdæmi á alþingi 1541, en venju-
lega er talin gilda um Hólabyskupsdæmi frá Oddeyrardómi
1551, eru allnákvæmar reglur um messugerð, tiðasöng og
predikanir. IJar er bersýnilega gert ráð fyrir þvi, að islenzk
tunga (,móðurmál‘) verði mestu ráðandi í guðsþjónustu allri,
en þó er lialdið allmiklu af hinum hreina kaþólska tiðasöng
og nokkurir hymnar latinskir eru taldir þar upp, sem nola
beri; á stórhátíðum skyldi mestallt sungið á lalínu, annar-
staðar en tit sveita; mun þessu hér á landi hafa verið fylgt
svo, að í dómkirkjunum (byskupsstólunum) að minnsta kosti
hafi messugerðum verið hagað eftir þessu og jafnvel viðar.
Ekki ber þó um hrið á íslenzkum sálmum á fyistu árum
eftir siðskiptin. Gizur byskup Einarsson hafði i svo mörgu
að snúast við fesling hins nýja siðar, að ekki var að vænta,
að frá hendi hans gæti komið fram ný sálmabók, enda naut
hans skamma stund við. Fyrri tima sagnamenn (Oddur
byskup Einarsson og Jón Gizurarson)1) liafa þau ummæli
1) Bps. Bmf. II. bls. 251; Safn t. s. íst. I. bls. G90.