Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 175
175
það svo að skilja, að efnið sé sama sem í 257. sálmi, þ. e,
»Bæn Jósafats 2. Paralip. (=: Cron.) 20. Sjálfur sálmurinn
getur verið íslenzkur, og er lítið við hann, þótt ekki sé gall-
aður að ráði.
Lagboði er næsti sálmur á undan (nr. 257).
Hér fer á eftir »lítania á íslenzku«, »vers« (rímlaust), »bæn
um fyrirgefning syndanna«, »bæn fyrir konginum og ríkisins
ráði«, »bæn um frið«, allt í sundurlausu máli (sb. 1589, bl.
clxxxviij— cxc, sb. 1619, bl. 199—201, og eru þar felldar nið-
ur tvær síðustu bænirnar; þetta er og í öllum gr., en ekkert
i siðari sb.). Allt er þetta þýtt úr sb. HTh. (bl. 247—51). í
öllum gr., s-msb. 1742 og sb. 1619 er og (bl. 201) styttri li-
tanía, »Tak frá oss, sæti herra«, með nótum (i öllum útg.),
og er hvort tveggja samhljóða að finna í þýzkum sb. á 16.
öld og lengur, »Nimm von uns, Herre Gott« (»Aufer a no-
bis, dominea).1)
259. Guðs föður á himnum helgist nafn.
Sb. 1589, bl. cxc-cxcij; sb. 1619, bl. 201-3; gr. 1649 og 1679.
Fyrirsögn: »Litanía í söngvísu snúin«, og ersálmurinn, er-
indi til erindis, (17 er.) samhljóða lítaníusálmi Jóhanns Fre-
ders, »Gott Vater in dem Himmelreich«.2) Á dönsku er þýð-
ing sama sálms í sb. HTh. (bl. 251—3), »Gud Fader udi
Himmerig«. Pýðingin er furðulega vönduð um lokaarím, en
gölluð sumstaðar um setning stuðla og höfuðstafa; eins eru
áherzlur víða óviðkunnanlegar. Verst hefir þó þýðanda tekizt
um mál; hann horfir ekki í (vegna rims) að nota »náðarsamlig«
(1. er.) fyrir náðarsamliga, »nið« (4. er.) fyrir níði, »blind«
(4. er.) fyrir blindni (dat.), »hand« (9. er.) fyrir hendi (»með
styrkri hand«), »gefa til« (15. er.) = fyrirgefa o. fl. Upphaf:
Guðs föður á himnum helgist nafn, og eilíf í hæstri eining,
guðs son, guð heilagur andi pér jafn, upp á þitt heit vær biðjum pig,
pú heilaga guðdóms prenning pú vildirossheyranáðarsamlig.
Lagboði: »Faðir vor, þú á himnum ert«.
Þar næst taka við (sb. 1589 og 1619) tvær bænir í lausu
máli (»Miskunna oss, ó, herra guð« og »Guð gefi vorum kongi«),
þýddar beint úr sb. HTh. (bl. 254—5); ekki eru þó lögin
tekin með i sb., en í gr. 1594 og öllum gr. síðan er hin fyrri
með lagi.
260. Guð miskunni nú öllum oss.
Sb. 1589, bl. cxcij; sb. 1619, bl. 213; gr. 1594 (á 7.-9. sd. c. trin.,
1) Zahn V. bls. 268 o. s. frv.
2) Wackernagel bls. 232—5.