Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 22
22
af heilagre Skrift | vt dregid, og Islendskad’) | af Herra
M : E : S : S: en að bókarlokum stendur: »þryckt vti Kon-
ungligum stad Kaupen- | hafn af mier Hans Vingard.
xviii dag | Martii Anno Dommini [sic] M. D. L. V.« Sálmar
þessir voru venjulega með alþýðu kallaðir Marteinssálmar.
Útgáfan er í lélegra lagi, prentvillur allmargar. t upphafser-
indum er mjög breitt bil milli Ijóðlina, líklega í þvi skyni,
að unnt væri að færa þar inn söngnótur. Heilt eintak kversins
(og handbókarinnar) er i bókasafni Kaupmannahafnarháskóla
og annað óheilt í bókhlöðu konungs þar; fleiri eintök þekkja
menn nú ekki.
Marteinssálmar eru 35 að tölu, allir þýddir; flestir eru eftir
Lúther (18) og þýzka siðskiptamenn, ýmist þýddir beint úr
þýzku eða eftir dönskum
þýðingum. Einn virðist
vera aldanskur og einn
er beint úr latinu, að þvi
Sýnishorn rithandar Marteins byskups ei virðist. Sálmaþyðingai
1548 (rskjs. Dana, Perg. Isl. Nr. 31). Marteins hyskups eru yfir-
leitt engu lakari hinum
þokkalegri sálmaþýðingum, sem á þeim tíma finnast, bæði
með öðrum Norðurlandaþjóðum og með íslendingum, engu
verri upp og ofan en sálmarnir i sb. Guðbrands byskups.
Hefir Guðbrandur byskup tekið upp í sb. sinar 6 sálma
óbreytta, nálega óbreyttan 1 og 1 erindi sálms nálega óbreylt,
en 4 sálmar Marteins byskups eru þar svo, að hliðsjón virð-
ist böfð á þeim. Sumar þýðingarnar eru furðusnjallar, þegar
þess er gætt, að höfuðregla islenzkra þýðanda framan af var
að þræða frumsálmana, til þess að hagga eigi skilningi
þeirra eða anda. Hér var og um að ræða bragarháttu, sem
aldrei höfðu fyrr notaðir verið i íslenzkri Ijóðagerð; þyngdi
það nokkuð fyrir. Marteinn byskup sýnir fulla viðleitni í því
að hlíta islenzkum bragreglum, og yfirleitt er mál hans furðu-
gott. Sumir fræðimenn (Oddur byskup Einarsson og Jón
Gizurarson) eigna síra Þórði, syni Marteins byskups, þýðing
sálma þessara eða nokkurra þeirra: »Vilja sumir halda, að
hann [þ. e. síra Þórður] hafi lagt út þá sálma, sem nú kall-
ast Marteinssálmar«; segja þeir, að síra Þórður hafi verið
»vel lærður maður og kostulega máli farinn«, enda var hann
ÍÍH42J þty
wu<t *
1) Marleinn hyskup virðist fyrstur nota þelta orð; norrænu kölluðu
íslendingar að jafnaði tungu sína, enn fram á daga Guðbrands byskups.