Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 74
74
4. erindi í gr. 1721 og öllum gr. síðan og s-msb. 1742. Upp-
hafserindin eru sýnd með lögunum (nr. 13—14).
Lagið við islenzku þ5Tðinguna er eins í sb. og gr. (með
lítils háttar albrigði síðast), hið sama sem í sb. HTh. og gr.
NJesp. (með sama albrigði), en upphaílega var það í þýzk-
um sb. á 16. öld, fyrst í Iílugs (1543).J). Þegar Þórður bysk-
up Þorláksson tók aftur upp latinska hymnann í gr. 1691,
lét hann setja með honum annað lag. Bæði eru þau tekin hér.
24. Frelscirinn er oss fæddur nú.
Sb. 1589, bl. xij; sb. 1619, bl. 13; gr. 1594 (messuupphaf á jóladag)
og allir gr. síöan; s-msb. 1742. — Lagið er í öllum gr.
Sálmurinn er 5 erindi. Lítils háttar orðabreytingar eru í gr.
1594 i 2. er. og orðaröð breytt í 1. er.; hélzt það síðan. Upp-
hafserindið er sýnt undir laginu (nr. 15).
í báðum sb. er fyrirsögnin: »Nú er oss fæddur Jesús Krist«;
gæti það verið laus þýðing á upphafsorðum hins útlenda
sálms, ef það gæti ekki þókt benda til eldri þýðingar og þá
Ólafs byskups Hjaltasonar, er lagfærð hafi verið, enda er
þetla ein hinna hraklegri sálmaþýðinga. Þetta er danskur
sálmur, »Nu er födt os Jesus Christ«, sem er í sb. Cl. Mor-
tensöns og lengi síðan í sb. Dana. F)Trirsögn þar er: »Christus
natus hodie«, en ekki telst nú kunnugt um hymna með þvi
upphafi; hins vegar er mikill svipur með þessum sálmi og
»Resonet in laudibus«, þó ekki svo, að þýðing sé, heldur
mun liggja á milli latínskt afbrigði, sem nú er glatað.1 2) Síð-
asta erindi þessa sálms, »Föllum nú til fóta Krists«, var í
sb. Leirárg. og Viðeyjar 1801 — 66, óbreylt (nr. 65).
1 sb. 1589 er lagboðinn: »Resonet in laudibus« og í sb.
1619 hinn sami (á íslenzku): »Syngi guði sæta dýrð«. En í
öllum gr. er sérstakt lag, hið sama sem i sb. HTh. og gr.
NJesp. Það lag er hér tekið upp (nr. 15). Það var tekið upp
í ASæm. Leiðarv., bls. 32, og PG. 1861, bls. 32.
25. í dag eitl blessað barnið er.
Sb. 1589, bl. xiij—xiv; sb. 1619, bl. 13-14; sb. 1671, bl. 9; sb. JA. 1742,
bls. 21—2; sb. 1746, bls. 21—2; sb. 1751, bls. 21—2; Hgrb. 1772, bls.
32—3; gr. 1594 (fyrir guðspjall á jóladag) og allir gr. síðan (að eins 1.
er.); s-msb. 1742 (að eins 1. er.). — Lagið er í sb. 1589 og 1619 og
öllum gr.
Sálmurinn er 4 erindi, og hélzt hann þvi nær óbreyttur;
að eins lítilvæg breyting vegna lagsins er gerð í gr. 1594, og
1) Zahn I. bls. 53.
2) Brandt I. bls. 39-40; Skaar I. bls. 527; Nutzhorn I. bls. 126.