Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 194
194
i Jorden i en BIe« (sb. HTh., bl. 344 o. s. irv.), upp úr eldra
andlegu kvæði Michaels prests i Óðinsvéum (1496), pr. 1514.1 2 3)
Þýðingin cr nákvæm, erindi til erindis, nema hvað sleppt er
síðasta (16.) er. Upphafserindið er undir laginu (nr. 129).
Þýðingin er og óvenjulega snjöll og ógölluð að rimi; ber hún
eins og svip af síra Einari Sigurðssyni. Það er athyglisvert,
að þýðandi fellir niður (í 12. er.) hnútu til páfans:
Det er ikke nok, tænk dig om, Þó fyrir lýöum látist pú
at leve i Verden udvortes from; lifa i alls kyns dyggð og trú,
at holde sig efter Paven i Rom dýpt og hæð að drottinn sér,
det gælder intet for Herrens Dom. fyrir dómi hans ekkert hulið er.
Lagið er og tekið úr sb. HTh. og talið danskt.
319. Verði œlíð livað vill minn guð.
Sb. 1589, bl. ccxxiiij—ccxxv; sb. 1619, bl. 241; sb. 1671, bl. 303—4; sb.
JÁ. 1742, bls. 554; sb. 1746, bls. 554; sb. 1751, bls. 772; gr. 1691 og allir
gr. siðan; s-msb. 1742. — Lagiö er í sb. 1589.
Sálmurinn, 4 erindi, er eignaður Albrecht, markgreifa úr
Brandenburg, sem kallaður hefir verið Alkíbiades Pjóðverja
(f. 1522, d. 1557), »Was mein Gott will, das gescheh’ allzeit.«8)
í fyrirsögn sb. er og: »Margreifa Albrikts vísa ogsymbolum«;
líklega er þó sálmurinn eftir annan, en tileinkaður mark-
greifa þessum. í fyrirsögn sálmsins í sb. 1589 er enn fremur:
»Hvað minn guð vill, það verði ætíð«, og gæti það bent til
eldri þýðingar, er svo hafi hafizt, ef ekki er bein þýðing upp-
bafsorða sálmsins. Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, í
betra lagi og nálega gallalaus um rím. Sálmurinn var því
nær óbreyttur í sb. 1801—66 (nr. 169) og 1871—84 (nr. 273).
Upphafserindið er undir laginu (nr. 130).
Lagið, lítt afbrugðið, er með hinni dönsku þýðingu í sb.
IITh., og er talið danskt.8) t öllum útg. öðrum en sb. 1589
er lagboði: »Náttúran öll og eðli manns«.
320. Adams var fyrst efni af mold.
Sb. 1589, bl. ccxxv; sb. 1619, bl. 241.
Sálmurinn, 6 erindi, er eftir Jóhann Mathesius, »Gott schuf
Adam aus Staub’ und Erd’«4), en sýnist þó vera þýddur
eftir hinni dönsku þýðingu, »Af Muld og Jord Gud Adam
skabte« (sb. HTh., bl. 349—50); bæði er fyrirsögnin orðrétt
þýdd, »Af moldu og jörð guð Adam gerði«, sem þó gæti bent
til eldri þýðingar, og þó virðist einkum 2. er. styðja það
1) Skaar II. bls. 198-204; Nutzhorn II. bls. 322-4.
2) Koch I. bls. 339 o. s. frv.; Tucher I. bls. 287.
3) Nutzhorn II. bls. 320.
4) Wackernagel bls. 385; Wackernagel III. bls. 920.