Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 127
127
Fyrirsögn er: »Sami sálmur með öðru móti útlagður«, þ. e.
1. sálmur Davíðs, með öðrum bragarhætti, en sama erinda-
fjölda og sömu efnisskipan i hverju erindi (sjá næsta sálm
á undan). Er þetta einn hinn snjallasti sálmur i sb., einn
hinna fáu, sem þar eru gallalausir um rím, einfaldur og
hjartnæmur; lýsir sér þar veruleg andagift. Undarlegt er, að
hann skuli ekki hafa komizt inn í síðari sb., en líklega hefir
það um valdið, að hann var ekki í gr., og útgefendur síðari
sb. tregir til þess að líta lengra aftur en svo. Upphaf:
Sæll er sá raaöurinn mæti, og stendur þar ekki á,
meingjörnum sneiðir hjá hatar drepsóttar sæti,
og vandlega víkur fæti en sækir meö lítillæti
vegum syndugra frá guðs orö, sem mest hann má.
Lagboði: »Konung Davið sem kenndi«.
138. Hvar fyrir geysist heiðin þjóð.
Sh. 1589, bl. xciij; sb. 1619, bl. 102—3; sb. 1671, bl. 117—18; sb. JÁ.
1742, bls. 224-5; sb. 1746, bls. 224-5; sb. 1751, bls. 343-4.
Sálmurinn, 6 erindi -f- 1 lofgerðarvers, er orktur út af 2.
sálmi Daviðs af Andrési Knöpken eða Knöppen, presti i Riga,
er kallaður var Rigapostuli (d. 1539), »Hilf Gott, wie geht
das immer zu«. Hefir þýðandi fellt niður 2. og 5. erindi, og
er það í líking við sálm Burkards Waldis, »Was hilft’s den
Heiden in der Welt«, er hann orkti upp úr þessum,1 2) en að
öðru leyti fylgir þýðingin Knöpken og er bæði nákvæm, liðug,
snjöll að ýmsu leyti og þvi nær gallalaus um rim. Upphaf:
Hvar fyrir geysist heiðin pjóö?
Heimskt ráð vill fólkið efna,
söfnuður konga saman stóð,
sett var höfðingja stefna.
Mesta er peirra mál tit sanns
í móti guði og Kristi hans
úrskurð þenna á nefna.
Lagboði: »Sæll er sá mann, sem hafna kann«
139. Ó, guð, minn óvin margur er.
Hilf Gott, wie geht das immer zu,
dass alles Volk so grimmet?
Fúrsten und König’ allgemein,
mit eins sind sie gesinnet:
Wider zu streben deiner Hand
und Christo, den du has gesandt,
der ganzen Welt zu hetfen.
Sb. 1589, bl. xciij—xciiij; sb. 1619, bi. 103; sb. 1671, bl. 118; sb. JA.
1742, bls. 225; sb. 1746, bls. 225; sb. 1751, bls. 344.
Sálmurinn, 3 erindi -f 1 lofgerðarvers, er orktur af Lúð-
vik Oeler út af 3. sálmi Daviðs, »Ach, Herr, wie sind mein’r
Feind so viel«.3) Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, en
heldur léleg að öðru leyti og gölluð að venjulegum hætti
Upphaf:
1) Wackernagel bls. 193—4; Tucher I. bls. 98—9; Koch I. bls. 436
o. s. frv.
2) Wackernagel bls. 431; Tucher bls. 99—100.