Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 177
,Te deum‘ enn (bl. 257—9), útlagt með öðrum hætti, og
með nótum.
262. Herra, himneski Jaðir.
Sb. 1589, bl. cxcv—cxcvj; sb. 1619, bl. 206—7.
Sálmurinn, 12erindi, er eftir ókunnan höfund, »Herre Gott,
Vater unser®,1 2 *) .bænarvísa i mót páfans selskap'. Þýðingin
er nákvæm, erindi til erindis, liðug og í snjallara lagi, þótt
nokkuð sé gölluð að venjulegum hætti. Upphaf:
Herra, himneski faðir, við hungri forða þeim;
heyr þinna barna bón; lát oss ei frá þér færa,
ástriða þung oss mæðir; falskenning aldrei læra,
aftak r.ú þetta tjón. að lifum i öðrurn heim.
Virzt þín börn vel að næra,
Lagboði: »Vak í nafni vors herra«.
263. Mitt hjarta, Iwar lil hryggist þú.
Sb. 1589, bl. cxcvj—cxcvij; sb. 1619, bl. 208—9; sb. 1671, bl. 219—20;
sb. JÁ. 1742, bls. 420—2; sb. 1746, bls. 420-2; sb. 1751, bls. 545-7;
gr. 1691 (messuupphaf á 7.—9. sd. e. trin.) og allir gr. siðan; s-msb.
1742. — Lagið er í sb. 1589 og 1619, gr. 1691 og öllum gr. siðan.
Sálmurinn, 16 erindi, hélzt óbreyttur að mestu, og er upp-
hafserindið sýnt undir laginu (nr. 114). Hann var fyrrum
eignaður Hans Sachs, en nú munu fræðimenn horfnir frá
þvi. En frumorktur er hann á þýzku, »Warum betrúbst du
dich, mein Herz«, og var 6. og 10. er. ekki í honum upp-
haflega, en snemma í aukið;*) þau eru og í hinni dönsku
þýðingu í sb. HTh. (bl. 235 o. s. frv.). Þýðingin er nákvæm,
en með venjulegum annmörkum. Nokkur (9) erindi sálms
þessa voru í sb. 1801—66 (nr. 161), nokkuð breytt.
Lagið fylgdi sálminum í þýzkum sb.8) og er með hinni
dönsku þýðingu í sb. HTh. Það heldst enn í islenzkum
sálmasöng, þótt breytingum hafi tekið, enda tekið í kirkju-
söngsbækur úr útlendum bókum síðari tíma, sem flest önnur
lög (pr. í ASæm. Leiðarv., bls. 54, PG. 1861, bls. 78).
264. Maður, ef minnast vildir.
Sb. 1589, bl. cxcvij—cxcviij; sb. 1619, bl. 209—10. — Lagið er í báð-
utn sb.
Sálmurinn, 9 erindi, er eftir ókunnan höfund, »0 Mensche,
wollst bedenken«.4) Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis,
en nokkuð gölluð að rími, sum erindin; þó er betri keimur
1) Wackernagel bls. 525—6.
2) Wackernagel bls. 182—3; sbr. Fischer II. bls. 321 o. s. frv.
3LZahn I. bls. 449.
4) Wackernagel 567—9.