Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 88
88
iim er heldur óskýrt; það er svo (í sb. 1589, gr. og s-msb.
1742):
Hver sem guðs pínu heiðrar á jörð [hér með frið, en í himnadýrð')
og hugsar oft pau sjö Jesú orð, hann eilíflega lifa.
honum vill drottinn hlífa,
Sálmurinn er orktur út af orðum Krists á krossinum af Jó-
hanni Böschenstein, sem var háskólakennari í Wittenberg á
dögum Lúthers (f. 1472, d. 1539), »Da Jesus an dem Kreuze
stund«,1 2 3) og fylgir islenzka þýðingin frumsálminum erindi
til erindis. Upphafserindið er undir laginu (nr. 28).
Svo virðist sem mikið hafi þókt koma til sálms þessa,
þrátt fyrir lýtin, því að prentaður er hann í Sjöorðapredik-
unum Jóns byskups Vídalíns (1745 og 1753), tekinn lítt
breyttur í sb. 1801—66 og með nótum í ASæm. Leiðarv.,
bls. 46, og PG. 1861, bls. 59.
1 sb. 1589 er lagboði: »Með sínu lagi«, og var það lag þar
við 55. sálm, en í gr. 1594 og síðan var það sett við þenna.
Pað var við sálminn i þýzkum sb. á 16. öld og siðar8) og í
sb. HTh. (bl. 78).
53. Oss lát þinn anda siyrkja.
Sb. 1589, bl. xxxiv'; sb. 1619, bl. 33—4; gr. 1594 (messuupphaf á skír-
dag) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1619 og ölium gr.
í sb. 1589 er í fyrirsögn sálmsins sagt, að hann sé »emen-
deraður«, þ. e. lagfærður, svo að þýddur hefir hann verið
áður og tekinn úr söngbók ólafs byskups Hjaltasonar, með
því að ekki er hann í sálmakverum Marteins né Gísla; upp-
hafsorðin sýnast þar hafa verið: »Hjálp guð, svo eg nú
kunni« (sbr. fyrirsögn í sb. 1589). 1 sb. 1589 eru erindin
12, en í gr. 1594 13 og þar bætt við 12. er., sem bersýnilega
hefir fallið burt í sb. 1589 (við prentun); héldust þau síðan.
Þegar Guðbrandur byskup lét prenta lagið i gr. 1594, sá
hann, að breyta þurfti sálminum sumstaðar vegna þess. Brejd-
ingar í upphafserindinu eru sýndar í hornklofum undir lag-
inu (nr. 29); héldust þær breytingar síðan.
Sálmurinn, »Hilf Gott, dass mir gelinge«, er orkturafHen-
riki Miiller (Myler), sem einnig er nefndur von Zútphen,
enda kemur nafn hans frarn i lok frumsálmsins,4) og á ís-
lenzku í gr. 1594 og síðan (sb. 1589 er sýnd á eftir) svo:
1) [Sb. 1619: hér með lætur i himnadýrð.
2) Iíoch I. hls. 220; Wackernagel bls. 112—13; Tucher I. bls. 60.
3) Báumker I. bls. 448 (VII); Zahn I. bls. 455.
4) Koch I. bls. 411 o. s. frv.; Wackernagel bls. 215—16.