Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 129
129
*
ásjónu frá mér venda? thust du doch von mir wenden?
Hvaö lengi ráö eg hugsa skal? Wie lang soll ich selbst rathen^mir?
í hjarta mínu þunga kvöl In meiner Seel ein’n Schmerz gebier
allan daginn eg kennda. den ganzen Tag in Herzen.
Lagboði: »Sæll er sá mann, sem hafna kann«.
142. Óvitra munnur segir svo.
Sb. 1589, bl. xcv—xcvj; sb. 1619, bl. 103—5; sb. 1671, bl. 118—19; sb.
JÁ. 1742, bls. 226—7; sb. 1746, bls. 226—7; sb. 1751, bls. 345—6. — Lagið
er i sb. 1589 og 1619.
Sálmurinn, 6 erindi + lofgerðarvers, er orktur af Lúther,
út af 14. sálmi Daviðs, »Es spricht der Unweisen Mund
wohk.1) Þýðingin er nákvæm, en með venjulegum göllum.
Hún er og í Davíðssálmum síra Jóns Þorsteinssonar (þar
sett við »áður útlagður«, þ. e. af öðrum). Upphafserindið er
undir laginu (nr. 65).
Lagið fylgdi sálminum i þýzkum sb.2) í gr. er sama lag
við sálminn: »Allir guðs þjónar, athugið«, enda er sá lag-
boði sálmsins i sb. 1671—1751. Það heldst enn í íslenzkum
kirkjusöng (pr. í ASæm. Leiðarv., bls. 29, PG. 1861, bls. 22—3).
143. Ó, guð, vor herra, hver fœr það.
Sb. 1589, bl. xcvj; sb. 1619, bl. 105—6. — Lagið er í báðum sb.
Sálmurinn, 3 erindi, er þýddur eftir dönskum sálmi, út af
15. sálmi Davíðs, »0 Herre Gud i Himmerig«, sem Danir
sjálfir ætla frumkveðinn á dönsku,3) en mikinn svip hefir
hann af þýzkum sálmi, »0 Herr, wer wird Wohnungen han«,
eftir Wolfgang Dachstein, þótt annar sé bragarháttur. Upp-
hafið er undir laginu (nr. 66).
Lagið fylgdi á 16. öld öðrum sálmi í þýzkum sb., »Ein
neues Lied wir heben an«,4 5) sem einnig fylgdi danskri þýð-
ingu þess sálms, »En Vise ny ville vi nu kvæde«, i sb. HTh.
(bl. 237—9), enda er sá lagboði við þenna sálm i sama stað
(bl. 190-1).
144. Guði sé lof, að guðspjöll sönn.
Sb. 1589, bl. xcvj—xcvij; sb. 1619, bl. 106—7. — Lagið er í báðum sb.
Sálmurinn, 6 erindi, er orktur af Burkard Waldis, sálma-
skáldi og presti (d. 1557), út af 19. sálmi Davíðs, »Gott lob,
dass uns jetzt wird verkund’t«.s) Þýðingin er gölluð að venju
(nema 3. er.), en nákvæm. Upphafserindið er undir laginu
(nr. 67).
1) Wackernagel bls. 131; Tucher I. bls. 108.
2) Zahn III. bls. 73.
3) Nutzhorn I. bls. 325—7.
4) Zahn IV. bls. 344.
5) Wackernagel bls. 492—3; Tucher I. bls. 109.