Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 200
200
dichcí, sem er 5 erindi, og eru hér tvö gerð úr hverju, nema
hinu síðasta.1) Þýðingin er i betra lagi og ógölluð um loka-
rim; hún komst og í sb. á 19. öld, sb. 1801—66 (nr. 76) og
1871-84 (nr. 106). Upphaf:
Minnstu, maður, á minn deyð, rainnstu, eg hefi einn fyrir þig
minnstu á mína sáru neyð, í dauðann gefið sjálfan mig.
Lagboði: »Halt oss, guð, við þitt hreina orð«, og hélzt svo
í öllum sb., eftir að gr. 1691 hafði þó tekið upp sérstakt lag
við sálminn, er og siðar fylgdi honum (pr. í ASæm. Leiðarv.,
bls. 54, PG. 1861, bls. 77).
337. Kom, andi heilagi, i þinum gáfum.
Gr. 1G07 (hvítasunnusöngur) og allir gr. siðan; s-msb. 1742; sb. 1619,
bl. 79. — Lagið er í gr. 1607 og öllum gr. siðan.
Sálmurinn, 11 erindi, er orktur upp úr hinni latinsku antí-
fónu »Veni, sancte spirituscc.2 3) Ekkert er við erindi þessi, og
gölluð eru þau að venjulegum hætli. Upphaf:
Kom, andi heilagi, í þínum gáfum,
veit oss þá vitsmuni, vorn guð vér lofum.
Um lagið visast í 171. sálm.
338. Rélt kristni hœstum guði holl.
Gr. 1607 (á Michaelsmessu) og allir gr. siðan; s-msb. 1742; sb. 1619,
bl. 80; sb. 1671, bl. 103; sb. JÁ. 1742, bls. 196-8; sb. 1746, bls. 196-8;
sb. 1751, bls. 314—16. — Lag er í gr. 1607 og 1623.
Sálmurinn, 15 erindi, er eftir Nikulás Herman, »Heut singt
die liebe Christenheit«.8) Þýðingin er nákvæm, eiindi til er-
indis, en gölluð að venju. Upphaf:
Rétt kristni hæstum guði holl heilagra engla herskarann
beiðrar og lofar liann í dagöli, hefir skapað og skikknð hann
þakkar bans ást eilífa; oss að þjóna og hlífa.
Lagið i gr. 1607 er hið sama sem við sálminn: »Guðsson
kallar: Komið til min«, enda er sá og lagboði i öllum öðr-
um útgáfum (sjá 235. sálm).
339. Eg aumur mig áklaga.
Gr. 1607-1723; sb. 1619, bl. 178-9; sb. 1671, bl. 204; sb. JÁ. 1742, bls.
389—90; sb. 1746, bls. 389—90; sb. 1751, bls. 512-14; Hgrb. 1772, bls.
140-2.
Sálmurinn, 9 erindi, er lágþýzkur að uppruna, eftir ókunn-
an höfund (í upphafsstöfum hans á þýzku er nafnið ,Johan
Smidt4), »Ich arme Súnder klage«. Pýðingin er mjög nákvæm,
að öðru en þvi, að 7. erindi frumsálmsins er fellt niður4), og
1) Wackernagel III. bls. 252.
2) Koch I. bls. 143.
3) Tucher I. bls. 93, sbr. 415.
4) Wackernagel V. bls. 489.