Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 91
91
cr sama lag við sálminn: »Vor herra Jesús vissi það«, eins og í öllum
gr. síðan, og er í þeim visað til þess.
Sálmurinn (23 erindi) ér frumorktur af Sebaldus He}r-
d(en), skólameistara í Niirnberg (f. 1494, d. 1561), »0 Mensch,
bewein dein Siinde grosstí.1) Sálmurinn er og til í danskri
þýðingu eftir Eirík riddara Krabbe, »0 Mennesk, begræd
din Synd saa stor« (sb. HTh., bl. 68 o. s. frv.). Hefir hinn
islenzki þýðandi ekki rígbundið sig eins við frumsálminn og
venja er um islenzkar sálmaþýðingar, t. d. breytt honum i
stafrófssálm, svo að fyrsta erindi hefst á A, annað á B o.
s. frv., út allt stafrófið. Þýðingin er í betra lagi, þótt rim-
gallar séu á öllum erindunum, nema tveim, og má vafalaust
eigna hana sira ólafi Guðmundssyni. Sálmurinn var ætlaður
til söngs um föstuna; upphafserindið er undir laginu (nr. 31).
Lagið er talið samið af Mattháus Greiter og er við sálm-
inn i þýzkum sb. á 16. öld2 3) og i sb. HTh. Það heldst enn
i islenzkum kirkjusöng.
59. Syndugi maður, sjá þitt ráð.
Sb. 1589, bl. xliij; sb. 1619, bl. 41—2; sb. 1671, bl. 24; sb. JÁ. 1742,
bls. 41—2; sb. 1746, bls. 41—2; sb. 1751, bls. 41—2; gr. 1691 og allir gr.
síðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn (13 erindi) er orktur af Michael Weisse, »Schau,
súndiger Mensch, wer du bist«.8) Sálmurinn er, eins og fyrir-
sögn sb. segir, hjartnæmur, og hefir furðulega vel haldizt
andi hans i þ5Tðingunni, enda er hún með minna móti göll-
uð. Upphafið er svo:
Syndugi maður, sjá þitt ráð, Schau, siindiger Mensch, wer du bist,
segir vors herra Jesú náð; spricht unser Herre Jesu Christ,
gæt þess, i reiði guðs þú ert gedenk, du seist in Gottes Zorn
glataður, fær þó ei við gert. mit deinem Thun ewig verlorn.
Lagboði er: »Halt oss guð við þitt helga orð«.
60. Spámenn helgir hafa spáð.
Sb. 1589, bl. xliij— xliiij; sb. 1619, bl. 42.
Sálmurinn er 11 erindi, þýddur erindi til erindis eflir þýzka
sálminum »Die Propheten han prophezeit«, eftir Michael
Weisse«.4) Pýðingin er að vísu rimgölluð, en þó ekki lakari
en margar, sem langlífari urðu. öpphafserindin eru svo:
Spámenn helgir hafa spáð, Die Propheten han prophezeit
hvað fyrir löngu allt er skráð, und geschrieben vor langer Zeit,
1) Koch I. bls. 326—7; Wackernagel bls. 344—7.
2) Zahn V. bls. 101, sbr. 400.
3) Tucher I. bls. 55.
4) Wackernagel bls. 265—6.