Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 10
10
af útlendum rótum runnin«. Þessi varnagli höf. á vafalaust
ekki síður við sálmalög þau, er hann hefir tekið upp i rit
silt, en annað, enda reynist svo um fiest þeirra. Að öðru
leyli þarf ekki hér að taka fyrir hvert einstakt sálmalag,
þeirra er síra Bjarni hefir tekið upp i safn sitt, það er tekur
til uppruna. Menn geta hæglega eftir hinni greinilegu efnis-
skrá við rit hans haft upp á lögunum þar og ummælum
höfundar um þau og borið siðan saman við það, er segir í
þessu riti á hverjum stað um lögin og sálmana, sem greini-
lega mun mega finna eftir efnisskránum hér aftan við. Spar-
ast við þetta rúm hér, enda öllum vorkunnarlaust, með þvi
að rit síra Bjarna mun vera í höndum flestra þeirra manna,
sem kynna sér þetta rit.
Síðastur, en ekki siztur innlendra manna í þessum fræði-
greinum, skal hér nefndur Jónas Jónsson. Er hann sá Is-
lendinga, sem langmest liggur eftir í rannsóknum á sálma-
kveðskap og kirkjusöng. Hann fæddist 19. febrúar 1850, og
var faðir hans Jón bóndi Jónsson í Hörgsholti i Hreppum.
Jónas gekk í latínuskólann vorið 1873 og sat þar fjóra vetur,
en hvarf þá frá námi. Vann hann síðan að ýmsum störfum,
barnakennslu, bókasölu, póststörfum. Hann var og lengi um-
sjónarmaður alþingishússins og uppboðsritari. Hann varð
háskólavörður 1911, er háskólinn var stofnaður, og var það
til dauðadags (2. júlí 1917). Við ritstörf var Jónas nokkuð
riðinn, gaf jafnvel út hlöð (»Mána« 1879—82 og »Garðar«
1891) og samdi skáldsögu (»Ur kaupstaðarlífmu«, Rv. 1893).
Jónas var og hagmæltur, lundléttur og gamansamur, enda
er eftir hann prentað allmargt skopkvæða og gamanvisna,
undir dulnefni (»Plausor«). Siðar tók hann og að semja lög,
einkum sálmalög eftir fornum fyrirmyndum. Ekki er kunn-
ugt, hvenær Jónas tók að sinna sálmum og sálmalögum,
en ekki mun það hafa verið löngu eftir aldamót. En eft-
ir að Jónas hóf þær rannsóknir, má telja, að þær hafi
tekið hug hans fanginn, svo að engu sinnti öðru í tómstund-
um sínum. Var honuin það enn nokkur hvöt, að alþingi
1911 veitti honum styrk nokkurn til verksins. Eignaðist hann
smám saman ágætt bókasafn i þessari grein, og er það nú
allt komið í landsbókasafnið. Ekki leið á löngu, áður en Jónas
tók að sýna ávöxtu þessarar iðju sinnar. Gaf hann fyrst út
Passíusálma síra Hallgríms 1906—7, í fyrsta sinn með lögurn,
öllum fornum, þeim er ætla mátti, að sálmarnir hefðu verið
orktir við. Síðar (1909—12) gaf hann út ársrit, sem hann