Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 81
81
þeirra daga, enda var höfundurinn lögfræðingur, Jóhannes
Zwick, sem réttilega er nefndur við hann í öllutn sb. Öllum
stéttum eru þar lögð heilræði og árnaðarósk látin fylgja með.
Pýðingin er gerð beint eftir frumsálminum, »Nun wolle Gott,
dass unser G’sang«5), enda finnst ekki þýðing á dönsku í
hinum eldri sb. Dana. Þýðingin er nákvæm og þó liðug, en
gölluð nokkuð um lokarím og þó ekki framar en sjálfur
frumsálmurinn, sem ekki er til mikillar fyrirmyndar að þessu
leyti, frernur en margir aðrir þýzkir sálmar, og er þó sálm-
urinn fagur og lýsir háleitri rósemi. Hér er sýnt upphafs-
erindið og tvö önnur:
Guð láti söng vorn ganga nú Nun wolle Gott, dass unser Gsang
gleðilega af réttri trú, mitLustundFreudausGIaubengang,
fagnaðarár pá óskum vér, zu wúnschen euch ein gules Jahr
af guðs mildi að piggi pér. Hallelúja. und Er’s mit Gnaden mache wahr.
13. Fá, sem freisting og fangelsi, 15. Peimréttmeðlieiðrihverneinndag
fjandskap, ofsókn og mótlæti halda sér við sitt vinnulag
lengi hafa liðið í heim, börnum og kvinnum björg að fá,
ieysi drottinn af pyngslum peim. l)lessi drottinn og efli pá.
Lagboðinn er alstaðar: »Heiðra skulum vér herrann Krist«.
37. Gœzku guðs vér prísum.
Sb. 1589, bl. xxiij xxiiij; sb. 1619, bl. 22—3; gr. 1607 (í viðaukal og
allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er i sb. og gr.
Þetta er nýárssálmur, 6 erindi, frumkveðinn á þýzku,
»Helft mir Gotts Gi'ite preisen«, af Páli Eber, aldavini Me-
lankþóns, siðast yfirbyskupi í Saxlandi (f. 1511, d. 1569). Á
dönsku kom sálmur þessi fyrst fram i þýðingu Rasmusar
prests Katholms (d. 1581), eftirmanns Hans Thomissöns,
»Guds Godhed ville vi prise«, og er i viðauka við sb. HTh.
1586, og er þessa því hér getið, að svo virðist sem f}TÍr
bregði áhrifum frá dönsku þýðingunni.2) Sálmurinn er bæði
fagur og hjartnæmur. íslenzka þýðingin heldur kostum frum-
sálmsins og er í liðlegasta lagi, en fullmikið skeytingarleysi
lýsir sér þar um lokarím. Upphafserindið er sýnt undir laginu
(nr. 20). Breytt var sálminum í sb. 1801, og var hann svo
síðan í sb., siðast 1884 (»Guðs vors nú gæzku prisum«).
Lagið er í þýzkum sb. á 16. öld.8) Það heldst enn í is-
lenzkum kirkjusöng (pr. í ASæm. Leiðarv., bls. 36, PG. 1861,
1) Koch II. bls. 16 o. s. frv., 76 o. s. frv.; Wackernagel bls. 456—8;
Tucher I. bls. 37—8 og 406.
2) Koch I. bls. 271; Wackernagel bls. 381—2; Tucher I. bls. 38-9;
Skaar I. bls. 434 o. s. frv.
3) Zahn III. bls. 352.