Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 67
67
rófinu til enda 5. erindis (a-t). Eldri þýðingar þessa hymna
virðast ekki vera til á þýzku né dönsku, enda er sálmurinn
nákvæm þýðing hins latínska hymna og þó í liðugra lagi;
ekki hefir þýðandinn þó reynt að binda ljóðlínur eftir staf-
rófi. Heldur er hymninn fátiður í kaþólskum breviaria, var
ekki í sænskum, en komst snemma inn í breviaria Englend-
inga;1) gæti þá verið, að hann hafi verið í Breviarium Ho-
lense og sé þýddur beint þaðan. Sálmurinn er 5 erindi -{- 1
lofgerðarvers, og er upphafserindið svo:
Af föðurnum son eingetinn A patre unigenitus
í heim oss fæddi jómfrúin; ad nos venit per virginem,
skírn með kvöl sinni helgar hann, baptisma cruce consecrans,
hvern einn svo fæðir kristinn mann. cunclos fideles generans.
Laghoði er alstaðar 8. sálmur.
11. Svo vílt um heim sem sólin jer.
Sb. 1589, bl. vj; sb. 1619, bl. 6; sb. 1671, bi. 5-6; sb. JÁ. 1742, bls. 14-15;
sb. 1746, bls. 14—15; sb. 1751, bls. 14—15; gr. 1607 (í viðauka, um jóla-
timann) og allir gr. siðan; s-msb. 1742. — Lagið er i sb. 1589 og 1619,
gr. 1607 og öllum gr. síðan.
Fyrirsögn i sb. 1589 og 1619 og gr. 1607—1723 er: »A so-
lis ortus cardine«, enda eru það upphafsorð hins fornlatínska
lofsöngs, sem þelta er þýðing á og eignaður er Coelius Se-
dulius, byskupi í Achaja, er uppi var á 5. öld. Var þetta
upphaflega stafrófssálmur, svo að hvert erindi hefst á nýjum
staf eftir röð, en ekki er þess gætt hér; eru hér þýdd 8 fyrstu
erindin og héldust þau óbreytt (nema í 2. Ijóðl. 1. er. var í
sb. 1619—1751 »lengst« fyrir »jTzt«). Þýðingin virðist hér gerð
beint og nákvæmlega eftir latínska hymnanum, en ekld þýð-
ingu Lúthers, »Christum wir sollen lohen schon«, og því
síður hinni dönsku þýðingu, sem var i hinum eldri sálma-
bókum Dana á 16. öld (frá Cl. Mortensön, 1528), »Christum
vi skulle love nu«.2) Þýðingin er heldur léleg, engu betri en
þýðing Marteins byskups Einarssonar, sem Guðhrandur byskup
hefir þó ekki tekið, og enginn svipur að öðru en efni. Upp-
hafserindið er sýnt með laginu (nr. 6).
Lagið var í þýzkum sb. á 16. öld og í sb. HTh. (bl. 4).3)
12. Lálið ei aj að lofa guð.
Sb. 1589, bl. vj-vij; sb. 1619, bl. 7; sb. 1671, bl. 6; sb. JÁ. 1742, bls.
15-16; sb. 1746, bls. 15—16; sb. 1751, bls. 15—16.
1) Daniel IV. bls. 151; Mone I. bls. 79—80; Koch I. bls. 107.
2) Daniel I. bls. 143; Wackernagel bls. 6, 139; Tucher I. bls. 20;
Koch I. bls. 50; Skaar I. bls. 670; Nutzhorn I. bls. 93.
3) Zahn I. bls. 80—1; Nutzhorn I. bls. 97.