Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 64
64
hætli, að tekin var niðurlagslina aðalhymnans (»seculorum
seculis«) og tengd aftan við öll erindin (á íslenzku: »lof, dýrð,
heiður að eilifu«). Ýmsar þýðingar eru til af þessum sálmi,
sumar snemma gerðar, og í sálmabækur Dana komst hann
snemma á 16. öld, »Christus af Gud Faders Hjerte« (sb. Chr.
Pedersöns 1533, siðan sb. Hans Tavsens og sb. HTh.). Hér
hefir þó bersýnilega verið notuð þýðing eftir Jóhannes Zwick,
prest í Constanz (f. 1496, d. 1542), »Aus des Vaters Herz ist
geborenw.1) Sálmurinn er 6 erindi, og er upphafserindið sýnt
með laginu. Tvc siðustu erindi sálmsins voru, að litlu breytt,
tekin upp i Leirárgarða og Viðeyjar sb. (nr. 96), »Eldri menn
og yngri, lofið«.
Lagið (sjá nr. 3) er talið gamalt að stofni, var i þýzkum
sb. á 16. öld2 3) og sb. HTh. (bl. 5). t*að er enn i ASæm.
Leiðarv., bls. 28 og PG. 1861, bls. 21, sbr. bls. 145-6.
6. Kristur allra endurlausn og von.
Sb. 1589, bl. iiij; sb. 1619, bl. 4; sb. 1671, bl. 3-4; sb. JÁ. 1742, bls.
10—11; sb. 1746, bls. 10—11; sb. 1751, bls. 10—11; gr. 1607 (í viðauka,
um jólatimaun) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1589
og 1619, gr. 1607 og hinura siðan.
1 sb. 1589 og 1619 er fyrirsögnin »Christe, redemptor om-
nium«, og er það upphaf hins latinska hymna, sem er einn
þeirra, er eignaðir eru Ambrósíusi byskupi, og þó með nokk-
urum vafa. í hinum sb. er fyrirsögnin »Jesú endurlausnin«,
og er það annar sálmur (þj'ðing á »Jesu nostra redemptio«),
en undir sama lagi. Þýðingar á þessum sálmi munu fágætar,
og verður ekki annað séð en að þýtt hafi verið beint úr
latínu og þá eftir kaþólsku breviarium. Eru afbrigði hymn-
ans allmörg á latinu, einlcum í upphafi hans. í Breviarium
Romanum (útg. 1847) er nú upphafið: »Jesu, redemptor
omnium«. íslenzka þýðingin er gerð eftir sálminum í þess-
ari mynd (1. er.): Christe, redemptor omnium | de (eða ex)
palre palris unice o. s. frv. Hin erindin eru nálega óbreytt í
kaþólskum breviaria, og er islenzka þýðingin mjög nákvæm,
þótt ekki sé hún fögur. Sálmurinn er 6 erindi -f- 1 lof-
gerðarvers, og er upphafserindið sýnt með laginu.
1) Koch I. bls. 54 o. s. frv.; II. bls. 76 o. s. frv.; Hofim. v. Fallersle-
ben bls. 294—5; Wackernagel bls. 456, sbr. bls. 707; Nutzhorn I. bls.
244 o. s. frv.
2) Zahn III. bls. 222; Nulzhorn I. bls. 243-4, sbr. 246.
3) Daniel I. bls. 78—9; Beckman bls. 150; Wackernagel I. bls. 78.