Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 135
Sálmurinn er 6 erindi, og er upphafserindið undir laginu
(nr. 73). Úr upphafsstöfum erindanna má lesa nafnið Ólafur.
Er því síra Ólafi Guðmundssyni í Sauðanesi eignaður sálm-
urinn, fyrst í handriti í Lbs. 1918, 8vo. (skr. 1755), síðar í
Hgrb. 1772 og eftir henni í síðari ritum. Sálmurinn er þó
engan veginn eftir síra Ólaf, heldur að eins þýðing og hún
nákvæm, erindi til erindis, á þýzkum sálmi, »0 Herre Gott,
begnade mich«, sem er eftir Matthiius Greiter, út af 51. sálmi
Davíðs.1) Hins vegar er þýðingin gölluð að rimi, þótt liðug
sé, þó að vera muni of góð til þess að vera eftir Ólaf bysk-
up Hjaltason, og gæti þó nafnbandið eins vel bent til hans;
svipaðir rímgallar (í lokarími) eru á fleira eftir sira ólaf
Guðmundsson.
Lagið fylgdi sálminum í þýzkum sb.2 3) og var einnig með
hinni dönsku þýðingu í sb. IiTh. (bl. 176—8).
156. Hjálpa oss, guð og herra minn.
Sb. 1589, bl. cvj-cvij; sb. 1619,'bl. 116-17.
Sálmurinn, 11 erindi -f 1 lofgerðarvers, er nákvæm þýðing,
erindi til erindis, á þýzkum sálmi, út af 79. sálmi Davíðs (í
sb. prentvilla 69.), »Ach, Herr, mil deiner Húlf’ erschien«,
eftir Jóhann Preder, síðast byskup í Wismar (f. 1510, d.
1562). Þý(hngin er liðug og ekki mjög gölluð að rími. Upp-
haf:
Hjálpa oss, guö og herra minn, Acb, Herr, mit deiner Hiill’ erschien,
hlíf voru lifi og sálu, rett uns an Leib und Seele!
innbrotizt hefir í arfinn þihn Gewallen sind in Erbe dein
óvinafjöldi án tölu; der Feinde sein sehr viele,
kenning pinni og kristnum sið, vor in dein Gottes Dienst und Wort
kirkju líka og landsins frið, gelastert vvird an manchem Ort
eyða með ógn og kvölum. und jámmerlich verstöret.
Lagboði: »(ó,) Lifandi guð, þú lít þar á«.
157. Herra, þitt egra hneig til mín.
Sb. 1589, bl. cvij—cviij; sb. 1619, bl. 117; sb. 1671, bl. 127—8; sb. JÁ.
1742, bls. 243-5; sb. 1746, bls. 243-5; sb. 1751, bls. 353—4.
Sálmurinn er 7 erindi -f- 1 lofgerðarvers. Upphaf:
Ilerra, þitt eyra hneig til mín, Hjálpa nú, drottinn, þinum þjón,
hjálparlausa og auma, á þér einum er öll mín vón;
mig hefir helgað mildi þín, vægð veit mér miskunnsama.
inína sál virzt því geyma.
Sálmurinn er orktur út af 86. sálmi Davíðs og alveg sam-
1) Wackernagel bls. 202—3; Tucher I. bls. 134—5.
2) Zahn V. bls. 174-5.
3) Koch I. bls. 421 o. s. frv.; Wackernagel bls. 235—C.