Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 190
190
Þetta er útfararsálmur, 3 erindi, og hefir að fyrirsögn »Me-
dia vita«; táknar það hina fornlatinsku antifónu eftir Notker
hinn stama (Balbulus), »Media vita in morte sumus«. Sálm-
urinn er þó ekki beint þýddur þaðan, heldur eftir sálmi
Lúthers, »Mitten wir im Leben sind«, sem orktur er upp úr
antífónu þessari.1) Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, en
með venjulegum annmörkum. Upphafserindið er undir lag-
inu (nr. 124).
Lagið fylgdi sálminum i þýzkum sb.2) og er með hinni
dönsku þýðingu í sb. HTh. (bl. 332—3).
307. Minn herra Jesús, maður og guð.
Sb. 1589, bl. ccxvij; sb. 1619, bl. 233-4; sb. 1671, bl. 299—300; sb.
JÁ. 1742, bls. 548—9; sb. 1746, bls. 548—9; sb. 1751, bls. 766-7; gr. 1691
og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1589, 1619, gr. 1691 og
öllum gr. síðan.
Sálmurinn, 12 erindi, er eftir Pál Eber, »Herr Jesu Christ,
wahr Mensch und Gott«.3 4 5) Upphaflega var hann 8 erindi,
hvert í 6 ljóðlínum, en snemma skipt í 12 erindi í 4 ljóð-
linum, án þess að breytt væri að öðru leyti, og svo er í þess-
ari þýðingu, sem er nákvæm og i betra lagi, nálega ógölluð
um rim. Sálmurinn var tekinn upp i Manuale Molleri (Hól.
1611 og síðar). Upphafserindið er undir laginu (nr. 125).
Lagið er eftir Nikulás Herman, var í þýzkum sb. með
sálminum í þessari mynd (4 ljóðl.)*) og er með hinni dönsku
þýðingu í sb. HTh. (bl. 335—6).
308. Pá linnir þessi líkamsvist.
Sb. 1589, bl. ccxvij—ccxviij; sb. 1619, bl. 234—5; sb. 1671, bl. 300; sb.
JÁ. 1742, bls. 549—51 ; sb. 1746, bls. 549-51; sb. 1751, bls. 767-9; gr.
- 1691 og allir gr. siðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1589, 1619, gr.
1691 og öllum gr. síðan.
Sálmurinn, 9 erindi, er í rauninni tveir sálmar, tengdir
saman i einn, og var svo snemma i þýzkum sb., báðir eftir
Nikulás Herman, hinn fyrri, »Wenn mein Stúndlein vor-
handen ist«, 4 erindi, hinn síðari, »Da nun Elias seinen
Lauf«, 5 erindi.6) Þýðingin er nákvæm, erindi lil erindis, en
gölluð að rími. Sálmurinn er í Manuale Molleri (Hól. 1611
o. s. frv.). Upphafserindið er undir laginu (nr. 126).
1) Koch I. bls. 97; Wackernagcl bls. 20 og 134,
2) Zahn V. bls. 203.
3) Wackernagel bls. 380.
4) Zahn I. bls. 108—9.
5) Wackernagel bls. 406; Tucher I. bls. 341; Fischer II. bls. 352—3