Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 162
162
223. Síundleg hefð og holdsins vist.
Sb. 1589, bl. clxj—clxij; sb. 1619, bl. 171—2. — Lagið er í báðurn sb.
Sálmurinn er 10 erindi, samhljóða i báðum (nema lítils
háttar i 1. er.), og er upphafserindið undir laginu (nr. 101).
Sálmurinn er frumorktur af Michael Weisse, »Weltlich Ehr
und zeitlich Gut«.1) Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis,
og ein hinna snjallari frá þessum tímum (að eins 2. er. er
rimgallað og 10. lítils háttar), þó að ekki yrði langlíf.
Ýmis lög eru við þenna sálm í þýzkum sb. á 16. öld2 3 4 5), og
virðist þó ekkert þeirra skylt þessu.
224. Vaknið upp, kristnir allir.
Sb. 1589, bl. clxij—clxiij; sb. 1619, bl. 172—3; gr. 1594 og allir gr.
síðan (messuupphaf 22—4. sd., siðan 25.-7. sd. e. trin.); s-msb. 1742.
Sálmurinn, 11 erindi, er frumorktur á þýzku af ókunn-
um höfundi, »Wacht auf, ihr Christen alle, | seid nuchtern
all zugleich«.s) Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, og í
betra lagi yfirleitt (nokkur erindi alveg ógölluð að rími). 5
erindi sálmsins voru tekin upp i sb. á 19. öld, 1801—66 (nr.
147) og 1871—84 (nr. 195). Breytingar voru þvi nær engar.
Upphaf:
Vaknið upp, kristnir allir,
[óhófi sjáið við,1)
af hjartans rót ákallið
eilífan föður guð,
ellegar hefnd hans mætum
og6) hverfur oss í frá,
utan syndum af látum,
mestu ógn°) munum fá.
Lagboði: »Vak í nafni vors herra« (sb.), »Hæsti guð, herra
mildi« (gr. og s-msb.), og er sama lag.
225. Hegr mig, hœslur lierra.
Sb. 1589, bl. clxiij—clxiiij; sb. 1619, bl. 173—4.
Sálmurinn er 10 erindi; upphaf:
Heyr mig, hæstur7) herra,
heilög þrenningin fróm,
þín vegsemd víst ei þverrar
voldug, að mínum dóm.
Dýrðarlegur drottinn,
dásamur, þrennr og einn,
fyrir þinn mætan máttinn
mun þér ei líkur neinn.
Ekki verður fundin bein útlend fyrirmynd að þessum
sálmi, enda mun hann íslenzkur. Er nafn höfundar fólgið í
5 fyrstu er. (Hrafn) og föðurnafnið i næstu þrem (Þorvalds-
1) Wackernagel bls. 275—6.
2) Zahn III. bls. 255, sbr. 253.
3) Fischer II. bls. 318; Wackernagel IV. bls. 107—8; Tucher I. bls.
371 (þar að eins 6 erindi).
4) [og sjáið syndum við, gr. og siðan.
5) hann, sumar útg.
6) kvöl, gr. og síðan.
7) hæsti, sb. 1619.