Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 176
176
cftir blcssun) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið cr i sb. 1619
og öllum gr.
Sálmurinn, 3 erinai, er eftir Lúther, út af 67. sálmi Daviðs,
»Es wolll uns Gott genádig seincí,1 2 3) og er i Daviðssálmum
síra Jóns Þorsteinssonar. Áður hafði Marteinn byskup þýtt
sálm þenna (5. sálmur i kveri hans), og er sú þýðing að
ýmsu snjallari. Þessi þýðing er nákvæm, erindi til erindis,
og ekki til muna gölluð um rím, nema 1. er.; hún var í
sb. 1801-66 (nr. 109) og 1871—84 (nr. 151). Upphafserindið
er undir laginu (nr. 113).
Lagið fylgdi sálminum í þýzkum sb.J) og var með hinni
dönsku þýðingu i sb. HTh. (bl. 259 o. s. frv.) og gr. NJesp.
(bls. 332 o. s. frv.). Lagið heldst enn með litlum afbrigðum
(pr. í ASæm. Leiðarv., bls. 35, PG. 1861, bls. 39).
261. Heiðrum guð föður himnum á.
Sb. 1589, bl. cxcij; sb. 1619, bl. 203; gr. 1594 (á jólaföstu) og allir
gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í öllum gr.
Sálmerindi þetta er þýðing Marteins byskups á þýzku
lofgerðarversi (16. gloria), »Gott Vater sei von uns gesagt«,8)
sem oft var skeytt aftan við sálm Lúthers hinn næsta á undan
(260.), eins og Marteinn byskup gerði og i kveri sínu (5.
sálmur). Guðbrandur byskup hefir tekið erindið upp sjálfstætt,
liklega af því að svo er í gr. NJesp. (bls. 13), enda þar á
sama stað sem i gr. hans. Þýðing Marteins byskups var orð-
rétt i sb. 1589 og 1619 og gr. 1594-1730, en i gr. 1732-79
og s-msb. 1742 er litils háttar vikið við endi.
í sb. er lagboði: »Guð miskunni nú öllum oss«, en i öll-
um gr. er sama lagið við hvorn sálmanna, að kalla má,
samhljóða.
Þar næst kemur (sb. 1589 og 1619) »Te deum laudamus,
lofsöngur þeirra Sfanctij Augustini og Ambrosii, snúinn i
söngvisu af Dfoctore] Martfino] Luth[ero]«, upphaf: »Herra
guð, þig heiðrum vér«. Þessi þýðing Lúthers (með sömu
nótum sem hér) var i ýmsum þýzkum sb. á 16. öld og siðan,
»Herr Gott dich loben wir«;4) dönsk þýðing með sömu nót-
um er og í sb. HTh. (bl. 304—8) og gr. NJesp. (bls. 380 o.
s. frv.). Lofsöngur þessi (með nótum) var og tekinn upp i
gr. 1691 og alla gr. siðan og s-msb, 1742. í sb. 1619 er og
1) Wackernagel bls. 133.
2) Zahn IV. bls. 345.
3) Tucher I. bls. 194.
4) Wackernagel bls. 145; Zahn V. bls. 328—30.