Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 95
95
Lagboði í öllum sb. og gr. 1649 og 1679 er: »Borinn er
sveinn i Bethlehem«, en i gr. 1691 og öllum gr. síðan er haft
sérstakt lag (nr. 36).
67. Upprisinn er nú Jesús Iirist.
Sb. 1589, bl. xlviij—xlix; sb. 1019, bl. 46—7; gr. 1607 (í viðauka) og
allir gr. siðan; s-rasb. 1742.
Sálmurinn er 19 erindi; héldust þau óbreytt að öðru en
því, að í sb. 1619 er aíbrigði i upphafi (»Upprisinn játum«
o. s. frv.). Upphafserindið er svo:
Upprisinn er nú Jesús Krist |: Allelúja :|
Sá allan heirainn hefir leyst |: Allelúja :|
1 sb. Þjóðverja á 16. öld hefst sálmurinn svo: »Erstanden
ist der heil’ge Christ«, eftir ókunnan höfund.1) Þýðingin er
mjög óvönduð.
Lagboði er: »Með sama lag«, þ. e. sem næst á undan
(66. sálmur).
68. Uppreis Jesús [eöa: herrann] Kristur.
Sb. 1589, bl. xlix—1; sb. 1619, bl. 47-8; sb. 1671, bl. 88-9; sb. JÁ.
1742, bls. 166-8; sb. 1746, bls. 166-8; sb. 1751, bls. 167—9.
Sálmurinn er 19 erindi (óbreytt, nema upphafsljóðlínan)
og frumorktur á þýzku af Gregoriusi organleikara Meyer,
»Christus der ist erstanden«, en fellt úr 14. erindi.2 3) Að öðru
er þýðingin nákvæm, en léleg, þótt ekki sé ein hinna verstu.
Upphaf er svo:
Uppreis Jesús Kristur, Christus der ist erstanden
oss var pað sigur mestur; das Heit kam uns zu Handcn
honum Júðar sér lirundu frá, Die Juden Hand ist geschlagen aus,
heiðnum lýð vill pví vera hjá. drum es den Heiden kam zu Haus.
Allelúja. Alleluja.
Lagboði er: »Resurrexit Christus«, »Kristur reis upp frá
dauðum« (sjá 63. sálm).
69. Upprisinn er Kristur.
Sb. 1589, bl. 1; sb. 1619, bl. 48; sb. 1671, bl. 89; sb. JÁ. 1742, bls. 168;
sb. 1746, bls. 168; sb. 1751, bls. 169; gr. 1607 (í viðauka) og allir gr.
siðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn er 2 erindi, einn hinna mörgu páskasálma, er
svo hefjast og finnast í þýzkum sb. á 16. öld (»Christ ist er-
standen«), en eru þó eldri miklu (jafnvel frá 12. öld); svo
er og talið um þenna, en höfundur er ókunnur.8) Þýðingin
er nákvæm, en óvönduð; þó var hún lítt breytt í sb. 1801
— 66 (nr. 90). Upphaf er svo:
1) Wackernagel I. bls. 582—3.
2) Wackernagel bls. 443—4,
3) IIoiTm. v. Fallerslebcn bls. 189; Wackernagel bls. 90.