Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 133
133
Lolnvasser, hið fræga Davíðssálmaskáld (f. 1515, d. 1585),
»Ich will nicht lassen ab«, út af sama sálmi Davíðs, og eru
erindin jafnmörg, en bragarháttur lítils háttar frábrugðinn.1)
Sálmurinn er einn hinna snjöllustu og því nær gallalaus
að rími.
1 sb. 1589 er lagboði: »Eg heiðra þig, herr[ann góði]«, en
það sálmsupphaf finnst ekki í neinum sb., sem nú eru
kunnar, né í gr., og er þá vart um annað að ræða en að
þetta sé eldra upphaf, er staðið hafi í söngbók Ólafs Hjalta-
sonar (sbr. 249. og 279. sálm). í hinum sb. er lagboði:
»Krists er koma fjrrir höndum«.
151. [ Ó,] Lifandi guð, þú lil þar á.
Um þenna sálm vísast í 140. sálm.
152. Óoinnanleg borg er vor guð.
Sb. 1589, bl. cij—ciij; sb. 1619, bl. 112; sb. 1671, bl. 123-4; sb. JÁ.
1742, bls. 236-7; sb. 1746, bls. 236—7; sb. 1751, bls. 355-6; gr. 1594
(16,—18. sd, e. trin., eftir blessun) og allir gr. siðan; s-msb. 1742. —
Lagið er í sb. 1619 og öllum gr.
Sálmurinn, 4 erindi (og 1 lofgerðarvers, XI. gloria, í öllum
útg., nema sb. 1589), er hinn frægi sálmur Lúthers, út aí
46. sálmi Davíðs (ranglega i öllum sb. talinn 44. sálmur),
»Ein’ feste Burg ist unser Gott«.2) Upphafserindið (að eins
tvö orð þar eru löguð eftir laginu) er undir laginu (nr. 71).
Þýðingin er að visu nákvæm, en gölluð um rim að venju-
legum hætti; má vera, að hún sé kynjuð frá ólafi byskupi
Hjaltasyni, enda enginn lagboði i sb. 1589. Er þýðing Mar-
teins byskups (3 erindi sama sálms, aftast i kveri hans) sýnu
snjallari, en þó varð Hólaþýðingin vinsæl og langlíf (líklega
mest vegna lagsins); var hún, nokkuð breytt, i sb. 1801 — 66
(nr. 97), en óbreytt i Daviðssálmum sira Jóns Þorsteinsson-
ar, án þess að getið sé, að útlögð sé af öðrum.
Lagið er og eignað Lúther og fylgdi sálminum.3) Það lifir
enn í íslenzkum kirkjusöng, þótt nú sé ný þj'ðing komin i
stað hinnar (pr. í ASæm. Leiðarv., bls. 59, og PG. 1861,
bls. 86-7).
153. Nú bið eg, guð, þú náðir mig.
Sb. 1589, bl. ciij—ciiij; sb. 1619, bl. 113—14; gr. 1594 (messuupphaf á
bænadögum) og allir gr. siöan; s-msb. 1742. — Lagiö er í sb. 1619 og
öllum gr.
1) Zahn III. bls. 339.
2) Wackernagel bls. 144—5; Tucher I. bls. 130.
3) Zahn IV. bls. 396—7.
17