Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 212
212
Frelser du esk.1) Fýðingin er ein hinna betri og alveg galla-
laus um rim, þólt ekki væri hún nema i sh. 1019 (bl. 269).
Sálminn er að finna i Lbs. 847, 4to., og virðist þar talinn
til sálma sira Ólafs Einarssonar, svo að líklega er hann þýð-
andi. Upphaf:
Til þin alleina, ó, Jesú, hreina þín trúlig
hefi eg von í mæðu; heit í hrcinni ræðu.
eg trúi á þig, ei tæla mig
Lagboði er næsti sálmur á undan.
367. Minn guð, eg bið, gef mér þann jrið.
Sb. 1619, bl. 269-70; sb, 1671, bl. 325-6.
Þessi sálmur er eflir síra Nikulás Narfason í Hítarnesi og
hefst að réttu svo: »Nú, guð, eg bið« o. s. frv.; er nafn höf-
undar í upphafsstöfum erindanna, og eru þau að réttu 15.
Heill er sálmurinn og réttur i Lbs. 1485, 8vo (með hendi
síra Jóns Halldórssonar í Hítardal). Guðbrandur bj^skup hefir
ekki iekið nema 10 erindi hans upp í sb. og skekkt upphafs-
orðið, en annað er samhljóða. Sálmurinn er vel kveðinn og
gallalaus, að kalla má. Upphaf:
Minn guð, eg bið, gef mér þann frið, og hjá þér fritt,
sem getr ei heimrinn snauði, hrelling ytri þó nauði.
að hjarlað mitt frá hryggð sé kvitt
Lagboði er 364. sálmur.
368. Frelsa mig, guð, frá fári og nauð.
Sb. 1619, bl. 270; sb. 1671, bl. 325-6; sb. JÁ.' 1742, bls. 572—3; sb.
1746, bls. 572—3; sb. 1751, bls. 790; Hgrb. 1772, bls. 367-8.
Sálmurinn er 8 erindi; upphaf:
Frelsa mig, guð, frá fári og nauð og dvelja ei má,
fyrir þinn dreyrann rauða, drag mig lil þinna sauða.
þá dyrnar á dauðinn vill slá
Sálmurinn virðist frumorktur á íslenzku, enda vel kveð-
inn, þvi nær gallalaus um rím; svipar til næstu sálma á
undan, svo að vera mun eftir annan hvorn þeirra höfunda.
Lagboði er 364. sálmur.
369. Ó, faðir minn, eg þrœllinn þinn.
Sb. 1619, bl. 270-1; sb. 1671, bl. 326; sb. JA. 1742, bls. 573-4; sb.
1746, bls. 572-4; sb. 1751, bls. 790-1; Hgrb. 1772, bls. 356—7.
Sálmurinn er 7 erindi og hefst svo:
Ó, faðir minn, eg þrællinn þinn,
en þér fjarstæður næsta,
á meðan eg er í holdi hér,
hulin er dýrðin stærsta;
fjarlægðum því eg fiækist í,
fram til þess ævin þverrar;
lukku býður sú lofsæl tíð,
þá líta næ eg minn herra.
1) Brandt & Hehveg I. bls. 187—8 (sbr. Omrids, bls. 26—7).