Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 179
179
Faðir, sonur, andi heilagi, Þá skapaði af moldu manri,
eilíf guðs prenning eina, með sinni líking prýddi hann
alla hluti í upphafi og setti í sælu sína.
gerði góða og hreina.
Laghoði: »Frá mönn(un)uni bæði hjarta og hug« (sb. 1589),
»Til þín, heilagi herra guð« (hinar), og er sama lag.
268. AJliald og skraut það engum lízt.
Sb. 1589, bl. cc—ccj; sb. 1619, bl. 212—13.
Sálmurinn, »Ein andleg visa um þjónustufólk«, 10 erindi,
er eftir Jóhann Freder, »Es hat wohl keinen Schein und
Pracht®.1) Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, í liðugra
lagi, en gölluð nokkuð að venjulegum hætti. Upphaf:
Afhald og skraut það engum lízt, sá hvers manns holla þjónustu
að þjón[n] og ambátt vinna; hér launar og að eilifu,
fyrir guði þó virðist víst eftir sögn orða sinna.
vols heimsins langt um minna,
Laghoði: »Væri nú guð oss ekki hjá«.
269. Dagur og Ijós þú, drottinn, ert.
Sb. 1589, bl. ccj; sb. 1619, bl. 214—15; sb. 1671, bl. 266; sb. JÁ. 1712,
bls. 506; sb. 1746, bls. 506; sb. 1751, bls. 632—3; gr. 1607 (í viðauka)
og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1619, gr. 1691 og öll-
um gr. síðan.
Sálmurinn, 6 erindi -f- 1 lofgerðarvers, er fornlatínskur
kvöldsöngur, »Christe, qui lux es et dies«, en þýddur á þýzku
af Wolfgang Meuzslin (Musculus), »Christe, der du bist
Licht und Tag«,2) og sýnist sú þýðing hafa verið lögð til
grundvallar hér. Marteinn byskup hafði áður þýtt sálm
þenna (26. sálmur í kveri hans), og er sú þýðing öllu betri,
þótt Guðbrandur byskup hafi ekki tekið hana upp. Þessi
þýðing er nákvæm, erindi til erindis, en ekki alveg ógölluð
um rím. Upphafserindi er undir laginu (nr. 116).
Lagið fylgdi snemma hinum latinska hymna3) og er með
hinni dönsku þýðingu í sb. HTh. (bl. 322). Litils háttar af-
hrigði eru þó í laginu í íslenzkum útgáfum, og enn tók það
breytingum á 19. öld (pr. í ASæm. Leiðarv., bls. 76).
270. Christe, þú klári dagur ert.
Sb. 1589, ccj-ccij; sb. 1619, bl. 215; sb. 1671, bl. 267; sb. JÁ. 1742,
bls. 508—9; sb. 1746, bls. 508—9; sb. 1751, bls. 634—5; gr. 1607 (í við-
auka) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1589 og 1619,
gr. 1607 og öllum gr. síðan.
Sálmurinn, 7 erindi, er hinn sami sem sá næsti á undan,
1) Wackernagel bls. 241.
2) Daniel I. bls. 33; Wackernagel bls. 12, sbr. 191—2.
3) Zahn I. bls. 97.