Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 182
182
6. og 7. er. Þýðingin er liðug og vel kveðin (vel: kvöl, í 1.
er., má telja framburð) og blær innilegur. Upphaf:
Guö, minn faðir, eg þakka þér, um liðinn dag mig leystir vel
þinn son Jesúm að gafstu mér; frá lífs og andar eymd og kvöl.
Lagboði: »Christe, qui lux es et dies« (»Dagur og ljós þú,
droltinn, ert«).
277. í svefni og vöku sannlega vér.
Sb. 1589, bl. cciiij —ccv; sb. 1619, bl. 217—18; sb. 1671, bl. 273-4;
sb. JÁ. 1742, bls. 520—2; sb. 1746, bls. 520—2; sb. 1751, bls. 646—8; gr.
1607 (i viðauka) og allir gr. síðan; s-msb. 1742.
Kvöldsálmur þessi, 11 erindi, er eignaður Eiríki Krabbe, dönsk-
um aðalsmanni (f. 1510, d. 1564), »0 himmelske Fader, vi
ere dine« (sb. HTh., bl. 330—l).1 2) Þýðingin er nákvæm, erindi
til erindis, í betra lagi og lítt gölluð að rimi. 5 erindi sálms-
ins, nokkuð breytt, voru tekin upp í ,Nýjan viðbæti' 1861
og 1863 (nr. 202). Upphaf:
í svefni og vöku sannlega vér Vér þökkum þér fyrir Jesúm Krist,
sjálfum guði tilheyrum, þú hefir oss geymt í dag enn víst
hvort þú dauða eða líf oss lér, af mildi og miskunn þinni.
leitum ei hjálpar af fleirum.
Lagboði: »Af djúpri hryggð ákalla eg þig«.
278. Dagur rennur og sýnir sig.
Sb. 1589, bl. ccv; sb. 1619, bl. 221; sb. 1671, bl. 265-6; sb. JÁ. 1742,
bls. 505-6; sb. 1746, bls. 505-6; sb. 1751, bls. 631—2; gr. 1607 og 1623.
Þessi morgunsálmur, 7 erindi + 1 lofgerðarvers, er eftir
Michael Weisse, »Der Tag bricht an und zeiget sich«.*) t*ýð-
ingin er nákvæm, erindi til erindis, en með venjulegum ann-
mörkum. Upphaf:
Dagur rennur og sýnir sig, mildri náð þinni þökkum vér,
sæti faðir, vér lofum þig; þessa nótt oss vel varðveittir.
Lagboði: »Dagur og Ijós þú, drottinn, ert«.
279. Pér, drottinn, eg þakkir geri.
Sb. 1589, bl. ccv—ccvj; sb. 1619, bl. 222; sb. 1671, bl. 266—7; sb. JÁ.
1742, bls. 506—8; sb. 1746, bls. 506—8; sb. 1751, bls. 633—4; Hgrb. 1772,
bls. 455—6.
Morgunsálmur þessi, 9 erindi, er eftir Jóhann Kohlros, »Ich
dank’ dir, lieber Herre«.3) Svo er að sjá sem til hafi verið
eldri þýðing þessa sálms, er notuð hafi verið og lagfærð hér,
og þá úr söngbók ólafs byskups Hjaltasonar, því að fyrir-
sögnin er: »,Eg heiðra þig herrann góði' eftir origínalnum lag-
færður« (sbr. 150. og 249. sálm). Þýðingin er nákvæm, er-
1) Hrandt & Helweg I. bls. 61—2, sbr. Omrids (aftan við), bls. 14.
2) Wackernagel bls. 286.
3) Wackernagel bls. 212—13.