Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 89
89
Petta söng Henrik Myler, Fyrir Jesúm Christum vorn drottin
þá i fangelsi var. nú og til eilífðar.
En sú er saga til þessa, að skáldið var tekinn höndum sök-
um trúarskoðana sinna og skyldi brenndur; í dyblizunni
orkti bann sálminn árið 1521. Hann slapp þó úr varðhaldi
i það sinn, en skömmu síðar varð hann þó píslarvottur trú-
ar sinnar, líflátinn 1524, rúmlega hálffertugur.
Löngum hefir þókt mikið koma til þessa sálms, en all-
mjög er hann gallaður í þýðingunni. En lagið er eitt hinna
fegurstu i lútherskum kirkjusöng, enda aldrei fallið niður hér;
þótt sálmurinn haft afrækzt, stendur það, og hélzt jafnvel
lagboðinn sami löngu eftir dauða sjálfs sálmsins (sjá t. d.
ASæm. Leiðarv., bls. 59, PG. 1861, bls. 86). Það er í sb. Þjóð-
verja á 16. öld og siðar, og í sb. HTh. (bl. 61).1) Smávægi-
leg afbrigði má sjá í laginu, einkum í siðustu útgáfum gr.
54. Jesús, sem að oss frelsaði.
Sb. 1589, bl. xxxiv—xxxv; sb. 1619, bl. 34—5; sb. 1671, bl. 20—1; sb.
JÁ. 1742, bls. 39-41; sb. 1746, bls. 39-41; sb. 1751, bls. 39-41; gr. 1691
og allir gr. siðan; s-msb. 1742. — Lagiö er í sb. 1589 og 1619, gr. 1691
og öllum gr. síðan.
Sálmurinn, 8 erindi, er eftir Michael Weisse, »Christus der
uns selig macht«, með hliðsjón af latínskum hymna, »Patris
sapientia«.2 3) Þýðingin er gerð beint eftir frumsálminum, göll-
uð að rími og skekkt frá upphaflegum bragarhætti, þótt ekki
sé hún ein hinna verstu; upphafserindið er undir laginu (nr.
30). Hélzt sálmurinn þó lengi í íslenzkum kirkjusöng, var i
sb. 1801—66, með litlum breytingum, og lagið í ASæm. Leið-
arv., bls. 47, og PG. 1861, bls. 61.
Ekki hefir tekizt að finna lagið i útlendum söngbókum;
mætti vera, að það sé tekið upp úr islenzkum söngbókum
úr kaþólskum sið, t. d. Breviarium Holense, þótt albrigði
kunni að vera i öndverðu frá öðru útlendu lagi.8)
55. Pá Jesús Krisiur á krossi var.
Þessi sálmur, sem er 9 erindi og virðist vera nokkuð laus-
leg þýðing á sálminum »Da Jesus an dem Ivreuze stund«, eftir
Jóhann Böschenstein, er að eins i sb. 1589 (bl. xxxv—xxxvj).
Önnur þýðing sama sálms, »Jesús Kristur á krossi var«, varð
yfirsterkari og byggði þessari út, þólt ekki sé hún betri
og þó heldur gallaðri um rím, að eins nákvæmari. Lagið,
1) Zahn III. bls. 40; Nutzhorn I. bls. 338 o. s. frv.
2) Wackernagel bls. 266—7, sbr. 30.
3) Sbr. PG. 1861, bls. 155.