Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 134
Þetta er óbreytt þýðing Marteins byskups Einai’ssonar (G.
sálmur í kveri hans) á danskri (aukinni) þýðingu, »0 Herre
Gud, benaade mig«, á þýzkum sálmi, »Erbarm dich mein, o
Herre Gott«, eftir Erhard lækni Hegenwalt, samtímamann
Lúthers, út af 51. sálmi Davíðs.1 2) Þýðing Marteins byskups
er í Davíðssálmum síra Jóns Þorsteinssonar, þótt ekki sé
getið, að sálmurinn sé útlagður af öðrum. Þýðingin er í bezta
lagi, og er upphafserindið undir laginu (nr. 72).
Lagið var með sálminum í sb. HTh. (bl. 174—6) og gr.
NJesp. (bls. 427—9), og er það talið danskt.3) Það lifði þýð-
inguna (pr. í ASæm. Leiðarv., bls. 55) og lifir enn.
154. Miskunna þú mér, mildur guð.
Sb. 1589, bl. ciiij-cv; sb. 1619, bl. 114-15; sb. 1671, bl. 124-5; sb.
JÁ. 1742, bls. 237-9; sb. 1746, bls. 237—9; sb. 1751, bls. 356-8.
1 sb. er fyrirsögn: »Sami sálmur öðru vísi útlagður«, en
ekki er það vel nákvæmt, að öðru en því, að hér er um að
ræða 51. sálm Daviðs. »S. E. S.« stendur og i fyrirsögn, og
er það réttilega talið tákna síra Einar Sigurðsson, siðast
prest í Heydölum. Hitt er þar á móti ekki rétt að telja hann
höfund sálmsins. Höfundur er Burkard Waldis, »Nach deiner
Gút’ erbarm dich mein«.3) Hefir síra Einar fylgt sama brag-
arhætti, haldið sama| erindafjölda (10) og þýtt sum erindin
nákvæmlega; sum erindanna eru lauslega þýdd, en varla
svo, að sjálfstæð geti talizt. Þýðing þessi er ein hin snjallasta
við svo dýran hátt sem hér ræðir um og gallalaus um rím
(guð: nauð i 1. er. má telja framburð). Upphaf:
Miskunna þú mér, raildur guð,
i rainni nauð,
fyrir raikla miskunn þina.
og íyrir þína æðstu frægð
og náðar nægð,
afmá þú illsku mina,
og þvo þú klár min synda sár.
Eg játa á mig, að eg móðgaði þig;
það er mér þungleg pína.
Nach deiner Gút’ erbarm dich mein,
wollst gnádig sein,
vergieb mir meine Súnde,
nach deiner gross’n Barmherzigkeil,
sie sind mir leid,
weil ich’s in mir empfinde.
Drum mach mich rein, vor dir allein
hab’ ich, o Gott, misshandell
und nicht nach dir gewandeit.
Lagboði: »Má eg ei ólukku móti stá«.
155. Ó, guð, minn lierra, aumka mig.
Sb. 1589, bl. cv—cvj; sb. 1619, bl. 115-16; sb. 1671, bl. 125-6; sb.
JA. 1742, bls. 239-41; sb. 1746, bls. 239-41; sb. 1751, bls. 358-61; Hgrb.
1772, bls. 144-6. — Lagið er í sb. 1589, 1619, 1751 og Hgrb. 1772.
1) Wackernagel bls. 163—4; Tucher I. bls. 133—4:
2) Nutzhorn I. bls. 162.
3) Tucher I. bls. 135—6.