Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 170
170
246. Hlífð og náð veií mér, herra guð.
Sb. 1589, bl. clxxx—clxxxj; sb. 1619, bl. 191—2; sb. 1671, bl. 213—14;
sb. JÁ. 1742, bls. 407—10; sb. 1746, bls. 407—10; sb. 1751, bls. 531—4.
Sálmurinn, 19 erindi, er eftir Bernhard Kreczschmer, sem
er ókunnur að öðru leyti (nafn hans er í upphafsstöfum er-
indanna), »Bis mir gnádig, o Herre Gotk.1) Þýðingin er
nákvæm, erindi tii erindis, en gölluð að venju. Upphaf:
Hlifð og náð veit mér, herra guð, og send mér heilags anda stoð;
hjálpa pú mér af synda nauð, önd mín mun annars kvalin.
i hverjum eg er alinn,
Lagboði: »Hver hjálpast vill í heimsins kvöl«.
247. Guð, veit mér þína gœzku-náð.
Sb. 1589, bl. clxxxj—clxxxij; sb. 1619, bl. 192—3; sb. 1671, bl. 214; sb.
JÁ. 1742, bls. 410-11; sb. 1746, bls. 410—11; sb. 1751, bls. 534-5.
Sálmurinn, 7 erindi, er eftir Jóhannes Sanfdörfer (Sanff-
dorfer), sem er ókunnur að öðru en nafni, »0 Gott, verleih
mir dein Genad«.2 3) Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis,
og ein hinna snjöllustu þessara tíma; leikur þýðandi sér
ekki að eins að dýrum hætti og sneiðir hjá braglýtum sam-
timismanna sinna (nauð: guð í 6. er. er nálægt framburði og
altitt í rími þá), heldur og hvílir yfir þýðingunni háleit tign-
aralvara, náskyld hinna beztu íslenzkra helgikvæða, með sterk-
um minjum um Píslargrát Jóns byskups Arasonar. Upphaf:
Guð, veit mér pína gæzku-náð, O Gott, verleih mir dein Genad,
gef hjáip og ráð, gieb Hilf und Rath,
svo megi mig efinn ei æra. ich muss sonst gar verzagcn.
Mörg púsund óvina pyrpa skal Es sind der Feind’ so grausam viel
i petta tal; in diesem Ziel,
peir vilja mig frá pér færa. die mich von dir woll’n jagen.
Heimurinn prett | hefir mér sett Mir hat die Welt | ihr Netz gestellt,
og holdið spillt, | í voða villt; das siindlich Fleisch | mich von dir
vil eg pað fyrir pér kæra. o Herr, dir thu’ ich’s klagen. [heischt;
Lagboði: »Má eg ólukku ei móti stá«.
248. Allt mitt ráð til guðs eg set.
Sb. 1589, bl. clxxxij; sb. 1619, bl. 193; sb. 1671, bl. 214—15; sb. JÁ.
1742, bls. 411-12; sb. 1746, bls. 411—12; sb. 1751, bls. 535-6; Hgrb.
1772, bls. 181.
Sálmurinn, 5 erindi, er eftir ókunnan höfund, »Ich hab’
mein’ Sach’ zu Gott gestellt«.8) 1 Hgrb. 1772 er sálmurinn
eignaður Oddi byskupi Einarssyni, og verður það að skilja
svo, að hann hafi þýtt hann. Þýðingin er nákvæm, að öðru
1) Wackernagel IV. bls. 529—30; Fisclier I. bls. 66; Zahn I. bls. 457.
2) Wackernagel bls. 201.
3) Tucher I. bls. 280—1.