Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 110
í sb. 1589 er lagboði: »Ad coenam agni providi«, i hinum:
»Kristnin syngi nú sætlegt lof«, en í gr. 1607 og öllum gr.
siðan og s-msb. 1742: »Allfagurt ljós oss birtist brátt«.
98. Blessaður að eilífu sé.
Sb. 1589, bl. lxvij—lxviij; sb. 1619, bl. 67; sb. 1671, bl. 98—9; sb. JÁ.
1742, bls. 187-8; sb. 1746, bls. 187-8; sb. 1751, bls. 306-7; gr. 1623 (í
viðauka) og allir gr. siðan; s-msb. 1742. — Lög eru í sb. 1589 og 1619,
gr. 1691 og öllum gr. síðan.
Sálmurinn, 5 erindi + 1 lofgerðarvers, er eftir Jóhannes
Anglicus, »Gebenedeit sei Gott, der Herr«,‘) og er þýðingin
nákvæm, en léleg að öðru leyti. Upphafserindið er undir lag-
inu (nr. 49).
Lagið, sem er i sb. 1589 og 1619, er tekið upp í gr. 1594
við annan sálm, »Sælir eru, þeim sjálfur guð«, og fylgir það
honum síðan. Það er gamalt lag við Magnificat-lofsöng
(»Benedic anima mea dominum«) og fylgir honum í þýzk-
um sb. á 16. öld (»Mein Seel, erhebt den Herren mein«.)s)
Það er sýnt með þessum sálmi hér (nr. 49). 1 gr. 1623—79
er og sami lagboði (»Sælir eru, þeim sjálfur guð«), en í gr.
1691 er tekið upp nýtt lag við sálminn, og er það siðan í
öllum gr., nema hinum siðasta (1779); þar er aftur tekið
upp hið upphaflega lag með sálminum, þrátt fyrir það, að
það er áður prentað framan í gr. við sálminn: »Sælir eru,
þeim sjálfur guð«. í sb. 1671—1751 er lagboði: »Náttúran öll
og eðli manns«.
99. Blessaður sé vor herra.
Sb. 1589, bl. lxviij; sb. 1619, bl. 67—8; sb. 1671, bl. 99-100; sb. JÁ.
1742, bls. 188—9; sb. 1746, bls. 188-9; sb. 1751, bls. 307-8.
Sálmurinn er 8 erindi, frumorktur á lágþýzku af Nikulási
Boie eða Boye (presti í Meldorp laust fyrir miðja 16. öld),
»Benedeiet sei der Herre«,8) og er þýðingin nákvæm, erindi
til erindis, en með venjulegum göllum; þó er 5. erindi rétt
rímað. Upphaf:
Blessaður sé vor herra,
sá guð i ísrael;
til fólks síns vildi fara
og frelsa pað af kvöl.
Hjálpræðis horn upp vakti
hann oss af Davíðs slekti,
pénara sér pekka vel.
Benedyet sy de Here,
de Godt yn Israhel,
De dar hefft visiteret
vnd bra chtsynem volcke dat heyl.
Vnd heift vas vpgerichtet
dat horn des heyles, Christum,
ym huse synes deners Dauid.
1) Wackernagel bls. 437; Tucher I. bls. 190—1.
2) Zahn IV. bls. 464—5.
3) Wackernagel III. bls. 903; Koch I. bls. 418-19; II. bls. 477 o.s.frv.;
sbr. Fischer II. bls. 136—7.