Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 173
173
Fyrirsögnin er: »Konung Christians hins þriðja yfir Dan-
merkur og Noregs ríki symbolum: Traust mitt til guðs eins,
ei annars neins«. Sama fyrirsögn er fyrir hinum danska
frumsálmi í sb. HTh. (bl. 276 o. s. frv.), »Til Gud vil jeg
sætte alt mit Haab«, sem er eftir Hans Thomissön sjálfan.
Er hér um að ræða sálm, er gerður hefir verið út af orð-
taki Iíristjáns III.: »Til Gud min Tröst alene«. Þýðingin
er annars ekki nákvæm, og er hann hér dreginn saman
(frumsálmurinn er 4 erindi), þótt efni sé haldið; heldur göll-
uð er hún og, að venjulegum hætti.
Lagið er einnig tekið óbreytt úr sb. HTh., enda talið
danskt; tekur ekki að sýna það sérstaklega.1 2).
254. Mitt hop og öll mín trú og traust.
Sb. 1589, bl. clxxxv; sb. 1619, bl. 196—7. — Lag er í sb. 1589.
Sálmurinn er 3 erindi og hefst svo:
Mitt bop og öll mín trú og traust Hann hefir sinn son eingelinn
til drottins er alleina; i fórn fyrir mig gefið,
sá trúi guð mér gleymir sízt, með sínum deyð úr allri neyð
gleður mig orð hans hreina. innleiðir hann mig i lífið.
Með þessum sálmi og hinum næsta á undan birlir Guð-
brandur byskup konunghollustu sina. Sálmurinn er þýddur
úr sb. HTh. (bl. 278 o. s. frv.), »Mit Haab og Tröst og al
Tillid«, sem er orktur af Hans Thomissön út af orðtaki
Friðreks III.: »Mit Haab til Gud alene«, en samt sem áður
þýðing á þýzkum sálmi: »Mein Hoflnung, Trost und Zuver-
sicht«. F’ýðingin er nákvæm, erindi til erindis, en léleg og
með venjulegum annmörkum.
í sb. 1589 er lagið tekið óbreytt upp úr sb. HTh.*) og
verður því ekki sýnt hér, en i sb. 1619 er lagboði: »ó, herra
guð, þin helgu boð«.
255. ó, guð, von mín er öll til þín.
Sb. 1589, bl. clxxxvj; sb. 1619, bl. 197; sb. 1671, bl. 215-16; sb. JÁ.
1742, bls. 414-15; sb. 1746, bls. 414-15; sb. 1751, bls. 538-9.
Sálmurinn er 5 erindi og hefst svo:
Ó, guð, von mín er öll til þín, svo féll eg frá náð þinni.
einn ert mín hjálp í heimi. Fyrir minni sjón er andartjón,
Sál mína þjár mörg neyð og fár, dauði og hel og eilíf kvöl.
miskunn þín, guð, mig geymi. Hvert skal eg hjálpar leita?
Af syndasaur eg getinn er Með hryggri lund flý eg á þinn fund;
og fæddur var þar inni; ei munt mér náðar neita.
Ekki verður fundin bein útlend fyrirmynd að sálmi þess-
1) Nutzborn II. bls. 222-3.
2) Nutzhorn II. bls. 225—6.
22