Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 107
107
O, guð, sannur í einingu O göttliche Dreifalligkcit
og eilífur í þrenningu; in einiger Selbstándigkeit,
hásæti þitt er himna dýrð, o Gott, in der himmlischen Ruh,
heiður þinn lætur sjást á jörð. wie wunderbar erscheinest du.
Lagboði er sem næstu tveir sálmar á undan.
92. Sannheilagt Ijós, samjöfn þrenning.
Sb. 1589, bl. lxiiij; sb. 1619, bl. 64; sb. 1671, bl. 96-7; sb. JÁ. 1742,
bls. 182-3; sb. 1746, bls. 182—3; sb. 1751, bls. 301-2; gr. 1594 (eftir
blessun á trinitatishátíð) og allir gr. siðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn er 10 erindi og nákvæm þýðing á þýzkum sálmi,
»0 Licht, heilig Dreifaltigkeit«, eftir Michael Weisse.1 2) Er
þetta einn hinna hjartnæmari sálma og skáldlegri í frum-
kveðskap hins lútherska siðar, en missir nokkuð áhrifa sinna
i þýðingunni, sökum rímgalla, sem sumstaðar eru um loka-
rím, og er þýðingin þó ekki alls kostar ill. Nokkuð kynlega
kemur oss sú kenning fyrir sjónir, að sólin gangi kringum
jörðina (3. er.: »Sólin um gengur sérhvern dag«), en þó hélzt
svo og var erindið óbreytt í öllum útgáfum. Ekki getur hér
komið til greina vanþekking útgefanda sálmanna, því að þeir
voru flestir byskupar og lærðustu menn og einn þeirra (Jón
byskup Árnason) stjarn- og rimfræðingur. Þetla mun því
mega telja fylgi við málvenju, enda er og sagt, að sól rísi o.
s. frv., og þau eru einmitt orð frumsálmsins, »Die Sonne
geht uns táglich auf«, en svo lauslega þýdd á íslenzku i þýð-
ingunni. Upphafserindi eru svo:
Sannheilagt ljós, samjöfn þrenning, O Licht, heilig Dreifaltigkeit
i sannri veru guöleg eining; und göttliche Selbstándigkeit,
þú gerir hjá oss guðdómsverk, du thust för uns viel Wunderwerk,
glöggt sýnandi þinn almátt og styrk. beweisest deine Kraft und Stárk.
Lagboði er: »Halt oss, guð, við þitt hreina orð«.
93. Alleinasta guði í himnaríki.
Sb. 1589, bl. lxv; sb. 1619, bl. 64—5; gr. 1594 (á jólaföstu) og allir
gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í öllum gr.
Sálmurinn er því nær óbreytt þýðing Gísla byskups Jóns-
sonar (2. sálmur í kveri hans) á danskri þýðingu, »Alleneste
Gud i Himmerig«, á þýzkum sálmi, »AUein Gott in der Höhe
sei Ehr«, eftir Nikulás Hovesch (Decius), prest í Stettin (d.
1541), og tekið með erindi það, sem um fram er i dönsku
þýðingunni.3) Er þetta ein hin aumlegasta þýðing frá þess-
um tímum; má undarlegt kalla, að Guðbrandur skyldi ekki
heldur taka upp þýðing Marteins byskups Einarssonar á sama
1) Wackernagel bls. 270; Tucher I. bls 89.
2) Tucher I. bls. 197—8; Fischer II. bls. 434; Nutzhorn I. bls. 195 o. s. frv.