Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 57
57
26. Chrisle, þú ert klár dagur og Ijós.
Sálmurinn, 7 er., er þýðing á latínskum liymna (írá 7. eða
8. öld), »Christe, qui lux es et dies«; þýzkar þýðingar eru til
eftir samtímismenn Lúthers, Wolfgang Meuszlin, »Christe,
der du bist Licht und Tag«, og Erasmus Alberus (d. 1553),
»Christ, der du bist der helle Tag«. Marteinn byskup virðist
hafa haft fyrir sér bæði latinska hymnann og danska þýð-
ing, »Christe, du est baade Ljus og Dag«.x) Þýðingin finnst
ekki annarstaðar.
27. Halt oss, guð, við þiit helga orð.
Um þessa þýðing visast i Gbr. 244.
28. Herra Kristur, vor hjálparmann.
Sálmurinn, 3 er., er þýðing Lúthers (»Jesus Christus, un-
ser Heiland«) á hymna eftir Hus (»Jesus Christus, nostra
salus«), og virðist Marteinn byskup hafa haft fyrir sér bæði
frumsálminn og danska þýðing, »Jesus Christ vor Frelser-
mand«.*) Þýðingin finnst ekki annarstaðar.
29. Kristur reis aj dauða.
Sálmurinn er 3 er., frumorktur á þýzku, »Christus ist aut'-
erstanden« og þýddur beint þaðan, með þvi að í danskar
sb. um daga Marteins byskups komst að eins þ5rðing á 1.
er.s) fyðingin finnst ekki annarstaðar.
30. Iíristur er risinn upp jrá dauðum.
Þetla er 1 er., gert eftir danskri þýðingu á 1. er. næsta
sálms á undan, er siðar kom fram í sb. HTh., »Christ stod
op af Döde«; sýnist þelta einkum af tveim síðari Ijóðlínun-
um; þó var til svipuð þýðing i sb. Cl. Mort.1 2 3 4) Þessi þýðing
finnst ekki i síðari ritum.
31. Kristur i dauðans kröppu bönd.
Sálmurinn er frumorktur af Lúther (7 er.), »Christ lag in
Todesbanden«; i danskri þýðingu eru erindin 10; hefir Mar-
leinn byskup þaðan tekið síðasta (8.) er. þýðingar sinnar, en
að öðru fylgt Lúther.5) Þýðingin finnst ekki annarstaðar.
32. Kœrt lof guðs kristni altíð.
Um þessa þýðing visast i Gbr. 202.
1) PEÓl. II. bls. 632; Tucher I. bls. 390—2; Nutzhorn I. bls. 313 o. s. frv.
2) PEÓl. II. bls. 632; Tucher I. bls. 67; Bruun I. bls. 90; Nutzhorn
1. bls. 207.
3) PEÓI. II. bls. 633; Nutzhorn I. bls. 207 o. s. frv.
4) PEÓl. II. bls. 633; Nutzhorn I. bls. 210—11; sbr. Bruun I. bls. 46—7.
5) PEÓl. II. bls. 633; Wackernagel bls. 137; Tucher I. bls. 66; Nutz-
horn I. bls. 132 o. s. frv.; Brandt & Helweg I. bls. 123.