Búnaðarrit - 01.01.1903, Side 58
64
legi við og við úr mykjuhaug þar fyrir ofan. Hef eg hvergi
séð jurt þessa vaxa í ræktuðu landi nema á þessum eina
stað, en það leit út fyrir, að henni félli vel áburðurinn og
yrði gott af honum því eg hef hvergi séð hana einsþroska-
lega. Hún verður frá 10—40 sm. á hæð, og blómgast i
júní eða fyrri part júlímánaðar.
Sýnishornið var tekið 12. júlí:
í plöntunni vindþurri var:
Vatn..................................... 26,08%
í 100 hlutum þurefnis var:
Aska.......................................15,01
Holdgjafasambönd...........................14,65
Eterextrakt.................................2,51
Sellulósa..................................20,76
(W wad.w, .fui j S'X :
100,00
Holdgjafaefnið a) í þurefninu og b) holdgjafinn út af
fyrir sig skiftist þannig eftir samböndum:
a. b.
Holdgjafi alls . 2,344 100,0
þar af í amídkendum efnum . 0,725 30,9
í egghvítukendum efnum . . . 1,619 69,1
meltanlegt . 2,013 85,9
Þessi jurt hefur lengi verið talin ágæt beitijurt í Sví-
þjóð. Björn Haldórsson’ í Sauðlauksdal er á sama máli og
segir að bæjarnafnið só di ogið af því, að þar vaxi svo mikið
af henni. Hún liefir áður verið rannsökuð efnafræðislega,
fyrst um 1830 og svo af Nilson 1895. I sýnishorni því
sem haun rannsakaði frá Norður-Svíþjóð var 10,5% hold-
gjafasambönd, 8,75% meltanleg holdgjafaefni, meltanleika-
stærð holdgjafans 83,3. Askau var 7,81%. Sé þetta borið
saman við íslenzka sýnishornið þá er auðsætt, að mismun-
urinn er allmikiil. í þvf er askan 15,01% lioldgjafasam-
böndin 14,65% og 12,58 af því meltanlegt, meltanleika-
’) Bjöm Halldórsson: Grasnytjar Kbh. 1788.