Búnaðarrit - 01.01.1903, Page 111
107
hugsuD á að nytja langt um betúr en verið hefir þau gæði
landsins. Á Jótlandi er nokkur iðnaður rekinn með móhit-
un, og sem stendur eru 40 smjörbú rekin með mó. Mótak
fer stórum minkandi hór í íteykjavík, bærinn allur tekur
vart meiri mó nú árlega en gamli bakarinn einn fyrrum,
gerir það lágt kolaverð og dýr vinnukraftur, en hver veit
nema mómýrarnar hérna eigi nú eftir að raflýsa Iteykjavík.
Vélavinsla kemur varla víða hér á landi um sinn, en allar
likur eru til að með litlum kostnaði megi stórum bæta mó-
skurð til ómetanlegs hagnaðar fyrir landbúnaðinn, auk þess
sem kenna þarf mönnum oð nota rof og mómylsnu stórmik-
ið til áburðarbóta og áburðarauka. Á þessu ári hefir eink-
ar líklegur maður, sem Búnaðarfólagið hefir veitt dálitinn
styrk til utanfarar, tekið sér fyrir hendur að kynna sér i
Danmörku alt sem að þessu lítur.
Páll gamli Melsteð, sem fyrir 50 árum þjónaði Snæfells-
nessýslu, hafði beðið mig að skoða „torfskerann11 í Helga-
fellssveitinni. Þessi snæfelski móskeri er sérkennilegt á-
hald þar í nokkrum sveitum — í Hnappadals og Dalasýslu er
skóflan.—Eg skoðaði móskerann og sá unnið með honum bæði í
Eyrarsveit og Helgafells. Tréblaðið fram úr skafti er um V»
alin á lengd, breiddin 5—6 þuml., járnvarið stendur um þuml-
ung fram af. Öðru hvoru megin út frá járnvarinu—eftir
því, á hverja hönd maður vill kasta —, kemur í réttu horni við
blaðið, skeraeyrað eða hakið, hvasseggjað sem varið, 2—3
þuml. hátt; og ræður það þykt flöguunar er skorið er.
Pyrst er holan stungin niður með skeranum ■— niðurskurður —
en siðan, þegar rúmið fæst, er spænt eða flísað frá hlið.
Bóndi sem stóð að þessu verki og áður hafði verið á Akra-
nesi og þekti því vinnubrögðin að þessu hér syðra, taldi
stórum betra verkfærið og vinnulagið vestur þar. Öll eftir-
vinna og þurkun er miklu hægri við flögumóinn, og hann
sagður drýgri og betri til brenslu. Blaðið á eÍDmitt að vera
úr tré, hálu og föstu, loðir fremur við járnið.
Búnaðarfélagið mundi fúslega útvega sýnishorn að vest-