Búnaðarrit - 01.01.1903, Síða 140
136
fá fast skipulag, sáu þeir sér ekki fært að breyta fyrir-
komulagi þeirra, en settu á stofn sérstök félög, er þeir
kölluðu „Kontrolforeuinger11 (eftirlitsfélög). Hið fyrsta eftir-
litsfélag var myndað á Suður-Jótlaudi 189B og í fyrra við
nýár voru þau orðiu 262 með 5870 félagsmenn og 110,800
kýr. Starf þossara félaga er, með nákvæmum og áreiðan-
legum mjólkur- og fóðurskýrslum, að fá vissu sína um,
bvernig bver kýr borgar fóður sitt og hvernig kúabaldið
hjá hverjum félagsmanni borgar sig. Til þess að vissa só
fyrir að skýrslurnar séu réttar, ráða eftirlitsfélögiu menn í
þjónustu sina til þess að hafa á hendi eftirlit með skýrslun-
um. Fyrirkomulagið er vanalega þannig, að hver eftirlits-
maður ferðast fram og aftur millum 13—15 bæja alt árið,
þannig að hann er tvær nætur í mánuði á hverjum bæ.
Hann vigtar svo mjólk og fóður fyrir hverja kú í bæði inál
og ákveður — með feitjmæli — íeitimagn mjólkurinnar.
Við árslokin útreiknar hann svo skýrslurnar fyrir livern
félagsmann. Auk þess að sjá um mjólkur- og íóðurskýrsl-
urnar, leiðbeinir eftirlitsmaðurinn félagsmönnum með val
undaneldisdýranna, uppeldi ungviðanna. fóðrun og hirðingu
og yfir höfuð í öllu, sem að nautgriparækt lýtur.
Þar sem eg geri ráð fyrir að starf nautgriparæktunar-
félaganna hjá oss sé svo yíirgripsmikið, sem að framan er
nefnt, er ekki einungis æskilegt, heldur nauðsynlegt, að
þau sem fyrst ráði eftirlitsmenn i þjónustu sína. Vér mog-
um þó ekki hugsa oss þetta eftirlit á sama hátt og í Dan-
mörku; það yrði alt of dýrt fyrir oss af þvi svo fáar kýr
eru á hverjum bæ. Vér verðum að láta oss nægja með að
hafa eítirlitið að eins að vetrinum (þann tíma ársins sem
kýrnar eru inni), og þá svo sem einu sinni í mánuði. —
Þetta eftirlit ætti líka að vera nóg til þess að vissa feugist
fyrir að hinar vikulegu fóður- og mjólkurskýrslur, sem
liver félagsmaður auðvitað þarf að halda eins eftir sem áður,
væru nokkurn veginn réttar. Að sumrinu er eftirlitið ekki
oins nauðsynlegt og að votrinum, því að þá ganga kýrnar úti,
sv.o ekkert eftirlit þarf með fóðrun þeirra. — Fyrirkomulagið