Búnaðarrit - 01.01.1903, Síða 144
140
þeirra só hvorki mjög fin né mjög þétt. Á fin- og þétt-
ulluðu fé er húðin fíngerð og veikbygð, og það því vana-
lega korkulegt og kvillasamt, en slíkt sauðfé er mjög ó-
heppilegt fyrir okkar kalda og óstöðuga loftslag.
Þar 4 móti er eríiðara að segja nokkuð ákveðið um,
hvort vér eigum fremur að leggja aðaláherzluna á kjötfé
eða mjólkurfé. Hér sem aunarstaðar, þegar um framleiðslu
einhverra afurða er að ræða, kemur markaðurinn og mark-
aðsútlitið sérstaklega til greina, en þó verður einnig að
taka hæiilegt tillit til fjárræktarsldlyrðanna á hverjum stað,
sem, eins og kunnugt er, eru mjög mismunandi í hinum
ýmsu bygðarlögum landsins. Þar sem gott er undir bú og
auðveld íjárgeymsla, er eins og nú stendur sjálfsagt rétt að
leggja stund á mjólkurfé. TPó mun óhætt að fullyrða, að
yfirleitt ættu bændur að leggja miklu almennara stund á
kjötfé en þeir gera nú, en hætta að hugsa um mjólkina.
l?ett,a á sérstaklega við alla þá. sem búa á léttings jörðum,
þar sem fjárgeymsla er erfið, en sem hafa góða afrótti.
Kjötfénu ætti svo að slátra sem yngstu — sem dilkum og
veturgömlu — því sauðahald borgar sig á flestum stöðum
illa, þegar öll kurl koma til grafar, enda gætum vér með
því móti haft þriðjungi til helmingi fleiri ær en vér höf-
um nú.
Eg hefi áður tekið það fram, að ef vór viljum mynda
góðan kynstofn, af hvaða dýrategund sem er, að þá verðum
vér að leggja aðaláherzluna á einskonar afurðir og láta
úrval, brúkun, föðrun og meðferð samsvara hinu setta tak-
marki.
Þeir, sem vilja eignast gott kjötfé, verða því að velja
undaueldisdýrin þanuig, að bygging þeirra og eiginlegleikar
nálgist svo mikið sem kostur er á þá byggingu og eigin-
legleika, sem viðtekið er að kjötfó eigi að hafa. Brúkunin
vorður að vera þannig, að hún ekki hindri monn í að ná
þvi takmarki, er þeir hafa sott sér, eða gori það ómögulegt.
Nú er það af visindunum og reynslunni sannað, að fé, sem
mjólkar mikið, fær aðra byggingu og eiginlegleika en þá,