Búnaðarrit - 01.01.1903, Page 154
ÍBO
Notkun hesta vorra til reiðar og áburðar leiðir af sér,
að nauðsynlegt er að hafa tvö aðgreind kyn, reiðhestakyn
og áburðarhestakyn. J?etta liggur í þvi, að til þess að
kraftur eða starfsþrek hestsins geti orðið að sem mestum
notum, þarf bygging hans að avara sem bezt til þeirrar vinnu
sem hann er notaOur til. Nú verður reiðhesturinn, til þess
að þykja góður, að vera fljótur og þola mikil hlaup. Hanu
þarf því að vera léttur á sér, en þar til útheimtist meðal
annars að öll þau líffæri og líkamshlutar, sem ekki hafa
sérstaklega þýðiugu fyrir þessa vinnu séu sem léttust.
Höfuðið á reiðhestinum á því að vera sem minst, hálsinn
mjór, og öll bein líkamans tiltölulega mjó en sem sterkust.
Ganglimabeinin eiga að vera mjó en löng, og með stórum
hnúðum fyrir vöðvana að hefta sig á. í>au eiga að vera
samanliðuð þannig að þau myndi tiltölulega hvöss horn um
liðamótin. Yöðvar reiðhestanna eiga að vera fastir i sér
með skörpum dráttum, og yfirleitt mjóir en langir, sérstak-
lega þeir vöðvar, sem ganga til ganglimanna og millum
hinna einstöku hluta þeirra, svo að hreyfingin við samdrátt
þeirra geti orðið sem mest og sem snöggust. Taugakerfi
reiðhestanna verður að vera gott og geðslagið fjörugt en þó
gæft. — Áburðarhesturinn þar á móti, sem á að geta borið
þunga byrði langa vegi, eða dregið þunga vagna, verður að
vera sem stœrstur og sterklegast bygður. Hann er hinsvegar
ekki ætlaður til hlaupanna og j>ví gjörir ekkert þótt haun
sé nokkuð þunglamalegur, auk þess sem líkamsþunginu kem-
ur honum beinlinis að haldi við dráttinn. Hann á því að
vera sem samanreknastur með stórum og sterk'um beinum
og miklum vöðvum. Ganglimabeinin (beinin í fótunum) eiga
&<5 vera stutt. en gild, og mynda innbirðis gleið horn —
vera tiltölulega lóðrétt — svo að hinn mikli þungi, sem á
þeim hvílir reyni sem minst á vöðvana. Til þess að vöð-
varnir geti framleitt sem mestan kraft við samdráttinn verða
-þeir, auk þess að vera stuttir, að vera sem breiðastir og
þykkastir. Hreyfingin þarf hiusvegar livorki að vera mikil