Búnaðarrit - 01.01.1903, Síða 161
Í5f
að það geti einnig komið að haldi. Hver bóndi getur sem
sé borið búpeningsrækt sína, eins og hún er nú, samau við
það, sem eg hefi sagt um hvernig búpeningsræktin ætti að
vera, og þá séð að hverju leyti hans búpeningsrækt er á-
bótavant.
Um leið og eg hefi skýrt írá helztu göllunum, sem að
minni hyggju eru á búpeniugsrækt vorri, hefi eg leitast við
að benda á í hvaða stefnu húsdýraræktin eiga að ganga
framvegis, og hvaða ráð og ráðstafauir séu heillavænlegast-
ar til umbóta hverrar einstakrar húsdýrategundar og búpen-
ingsræktarinnar í heild sinni. Eg skal taka það fram að
ráðstafanir þær, er eg hefi stuugið upp á að gjörðar séu
til þess að bæta búpeniugsrækt vora, eru ekki óreyndar
hugsjónir (Eksperiment) heldur margreyndar af nágranna-
þjóðum vorum, einni eftir aðra, á seinustu 100 árum eða síð-
an farið var fyrir alvöru að hugsa um húsdýraræktun í hin-
um mentaða heimi. Af hinum mörgu og margvíslegu kyn-
bótaráðstöfunum, sem aðrar þjóðir hafa reynt, hefi eg valið
úr þær, sem þeim hafa gefist bezt, og sem nú eru alment
viðurkendar að vera þær beztu, og reynt að laga þær í
hendi mér þannig að þær væru sem bezt við vort hæfi.
í stuttri ritgjörð, sem hér er um að ræða, hefi eg auð-
vitað að eins getað tekið fram helztu puuktuna eða aðal-
þráðinn 1 umbótakerfi því, er eg álít nauðsynlegt að vér
komum á stofn, til þess að fljót og góð umbót fáist á þeim
mörgu göllum, sem eru á búpeningsrækt vorri, þaunig að
hún verði sem arðsömust fyrir nútimann og sem arðvænleg-
ust fyrir framtíðina.
Eg geng út frá því sem gefnu að lesendurnir sakni
margs og mikils til skýringar á ýmsu af því, er eg hefi
sagt, en sem eg rúmsins vegna ekki hef getað útskýrt nægi-
lega. Sú bót er í máli, að eg er reiðubúinn til að gefa
mönnum allar þær skýringar og upplýsingar i þessu efni,
er þeir kunna að óska, og muu að öðru leyti, eftir því sem
ástæður leyfa, bæði í ræðum og riti, reyna að uppfylla þær