Búnaðarrit - 01.01.1903, Page 195
191
sem flestir mega vera og eiga að vera lágir eða að jafnaði
1—2 fet á, liæð.
Að Einarsstöðum i Reykjadal mætti eg á fundi. Þar
var rætt um stofnun rj’inabús i daltium, og var álcveðið að
setja það á fót. Búið tekur til starfa í vor komandi.
í Norður-Þingeyjarsýslu varð viðstaðan fremur stutt;
fór þó um alla lireppa sýslunnar. — Meðal aunars, sem eg
var beðinn um að athuga hór, var sandágangur á jörðina
Ærlækjarsel. Bóndinn þar, Björn Sigurðsson, ungur efnis-
bóndi, bað mig að skoða og leggja á ráð, hvernig sand-
ófögnuðinum yrði afstýrt. Það er enginn hægðarleikur að
eiga við sandinn, eins og hann hagar sér hór. Sandaldan
þokast með ári hverju út á bóginn og stefnir á túnið og
bæinn.
Eiua ráðið, að minni hyggju, er það, að gera að minsta
kosti 2 garða, um 3 fet á hæð, og sá svo melfræi á milli
þeirra. Grjót er þar ekkert til, og þvi hefi eg ráðið tii að
gera garðana, annan úr hnaus, en hinn úr við, tróstaurum
og úrgangsborðum. Garðarnir þurfa að vera hver um 300
faðma, og kostnaður með öllu um 1000 kr.
Engjar skoðaði eg á nokkrum bæjum, þar á meðal á
Núpi í Axarfirði og Daðastöðum í Presthólasókn. Leizt
mór vel á engjar þessara jarða, og má bæta þær án mikils
kostnaðar.
Yfir höfuð má svo að orði kveða, að Htið só um jarða-
bætur i þessari sýslu. Að eins einstakir menu hafa bætt
jarðir sínar nokkuð veruiega, og meða) þeirra eru þeir
Daníel Jónsson á Eiði, sem verðlaun félík af styrktarsjóði
Kristjáns konungs 9. 1896, Vilhjálmur Guðmuudsson áYtri-
Brekku, Björn Jóusson hreppstj. á Sandfellshaga, síra Aru-
ljótur Ólafssou á Sauðanesi o. fl. Einnig má geta þess, að
bræðurnir Jón og Sveinn Einarssynir á Itauíárhöfn og
verzlunarstjóri Snæbjörn Arnljótsson á Þórshöfn hafa hiu
allra síðustu ár unnið mikið að jarðabótum. Bræðurnir á
ltaufarhöfn liafa afgirt stóran blett í óræktar forarmýri,