Búnaðarrit - 01.01.1903, Page 283
279
Effcir eina viku er harkan orðin nóg til þess að frost getur
ekki grandað steininum.
Ef geyma á sement um lengri tíma, þarf vandlega að
gæta þess, að raki eða rakt loft komist ekki að, því þá
hleypur það saman í kekki og verður á endanum ónýtt.
Auðvitað má ekki lieldur komast vatu að því i flutningum.
I þóttum ílátum á vel þurum stað má geyma það töluvert
lengi.
Sandurinn i steinsteypu á helzt að vera hreinn og
snarpur; ekki er gott að liann só mjög fíun (foksandur),
nema grófari sandur sé haíður með. Yfir liöfuð er það
engu þýðingarminna að sandurinn sé góður en sementið.
Leir má ekki vera i sandinum, allra sízt ef leirinn loðir
fastur við saudkornin; slíkan sand verður að þvo áður en
liann er brúkaður; aftur á móti gerir minna til þó dálitið
af leir komist í steypuna, ef hann er þur og laus og ekki
loðir við sandkornin eða steinana; 'hann gerir þá svipað
gagn og mjög fínn sandur og getur enda verið til hóta,
só ekki of mikið af honum. Mold, jurtaleifar eða önnur
lífræn efni mega alls ekki vera í sandiuum. Salt skemmir
ekki styrkleik steypunuar, en ef það er í sandinum, kemur
hvitur útsláttur og sífeldur raki á yfirborð steiusins fyrstu
árin ; fjörusand má þess vegna ekki brúka í húsveggi, nema
hann só þveginn áður eða saltið hafi fengið að rigua úr
honum.
Stærð sandkornanna getur verið mjög mismunandi, en
er engau veginn þýðingarlaus. Að öðru jöfuu gefur grófur
sandur sterlcari steypu en fínn sandur, sóhæfilega mikið sement
brúkað. Bezt er þó að brúka. grófan og finan sand samau.
Styrkleikurinu er sem só uudir því kominn, að engin hol
séu í steypunni; millibilin milli sandkornanna þurfa að vera
alveg fylt af sementi eða finni sandi. Hugsum oss nú, að
brúkaður sé sandur, þar sem öll kornin eru jafnstór, þá
eru millibilin milli saudkornauua sem svarar fullum þriðj-
ungi af öllu rúmmálinu, og þessi millibil þarf að fylla með
semeuti, ef steypan á að vera svo sterk sem liægt er. Sje
lfl*