Búnaðarrit - 01.01.1903, Síða 294
290
látnir ríða á þvi, sem búið er af veggnum. Fyrir gluggum
og dyrum eru slegnir saman rammar og steypt utan að
þeim; má svo aunaðlivort taka þá burtu, þegar veggurinn
er harðnaður, og láta gluggakisturnar í staðinn, eða nota
rammana íyrir gluggakistur. Milliveggi þá, sem eiga að
vera úr steypu, er bezt að gera um leið og útveggina, til
þess að þeir bindi sig vel saman; verði því ekki komið
við, má steypa ]árnkróka eða ]árnstengur í útvegginn og
láta þær standa 6—12 þuml. inn úr honum, þar sem milli-
veggurinn mætir honum; þær ganga svo inn í millivegginn
og binda hann þannig við útvegginu.
Þessi byggingaraðferð virðist máske fljótt á að líta
vera einföld og óbrotin; reynsla manna hér sýnir þó að
vinnau (steypan) tekur mikinn tíma og verður þar af leið-
andi dýr; einkum gengur mikill tími í að færa flögurnar
upp, þegar búið er að fylla milli þeirra, og öll vinnan við
veggjagerðina verður að gerast að sumrinu eða vorinu, og
er því tiltölulega dýr. Þessi ókostur verður einkum til-
finnanlegur, þegar vei'kamennirnir eru óvanir, eins og oftast
mun verða hór á landi, þar sem hver byggir fyrir sjálfan
sig, að minsta kosti upp til sveita. Margt ber líka til þess,
að verkið getur orðið ver af hendi leyst en æskilegt er.
iPegar flögurnar eru teknar frá, vill oft tolla dálítið við þær,
svo veggurinn verður ósléttur og holóttur á yfirborðinu;
hjá þeesu má komast með því að brúka olíusmurðar járn-
plötur í staðinn fyrir borð; bæta má og úr því með því að
sementhúða veggiuu að utan og kalkfága hann að inuan,
en það hleypir kostnaðinum töluvert fram. En fylgir sá
ókostur byggingarlaginu, að varla má stappa steyjouna eins
og þarf, til þess að hún verði sem þéttust og spara megi
upp á sementið; það kemur afi þvi, að alt af er steypt ofan
á óharðnaðan eða hálíharðnaðan vegginn; þegar efsta lagið
er stappað, hristist veggurinn, og neðri lögin, sem farin eru
að harðna, geta truflast svo við þennan hristing, að þau
nái aldrei fullri liörku; það verður því að stappa varlega,
en þó þótt.