Búnaðarrit - 01.01.1903, Page 303
299
á hæð, en af þvi steinarnir eru svo þunnir, verður líklega
ekki hægt að taka þá af hleranura undir mótinu fyr en
þeir eru farnir að harðna, þ. e. eftir 1—2 daga; þarf þvi
helzt að liafa nokkra hlera til skifta. I þessura steiuum
þarf lielzt að vera járn, til þess að þeir séu nógu sterkir.
Þegar búið er að láta í mótið svo sem þumlungs þykt lag
og þjappa því samau, skal leggja i mótið 3—4 vírspotta
(vír nr. 9), dálítið styttri en steininn (um 13” á lengd),
með jöfnu millihili, og fylla svo mótið. Bindingssteinaruir
jjurfa helzt að vera iir þéttri steypu, t. d. 1 : 3; að minsta
kosti þarf steypan að vera svo þétt í þeim enda steiusins,
sem á að snúa út í veggnum. Af því steinarnir eru svo
þunnir, er varla hægt, að hafa neitt mulið grjót í þeim.
Kringum glugga og dyraop þarf að vera umgjörð, og
má hafa hana úr þessum hellum, ef gluggakistan er sett
upp um leið og veggurinn er hlaðinn. Aunars verður erfitt
að fá hellurnar til að tolla kringum opið, þvi þær verða
eius og klæðning kringum opið, en ekki múraðar i binding
við lögin í veggnum. Auðvitað mætti líka búa til stærri
steina, sem hægt væri að múra í binding við vegginn.
Undir bitum er bezt að haíá samíelt lag af svipuðum
liellum; betra væri þó að þær væru 3 þuml. á þykt; þá
yrðu þær stinnari og hjálpuðu betur til að færa þungann
af bitanum út á ytri part veggsins. Járn þarf að vera í
þessum hellum svipað og í bindingssteinuuum, en auðvitað
má hafa liverja hellu breiðari en 10 þuml. ef vill.
Efst i vegguum þarf einuig að vera samfelt lag. Steiu-
arnir i efsta laginu eiga helzt að stauda nokkuð lengra út
en steiuarnir neðar i veggnum og mynda múrbrún, sem er
til mikillar prýði á liúsinu og líka hlífir veggnum dálítið
fyrir rigningu. Þessa steina verður að steypa í dálítið
sérstökum mótum, en að öðru leyti er íárið að við tilbún-
iug þeirra eins og áður er getið. Þakið á húsinu á auð-
vitað að ná alveg út yfir vegginn, og helzt dálítið út fyrir
liann, til þess að vatn komist ekki ofan að niður í vegg-
mn.