Búnaðarrit - 01.01.1903, Blaðsíða 331
327
frá lieimili rnínu, þangað sem eldurinn var, og var því far-
ið að reyna að slökkva eldinn áður en eg kom, á öðrum
bænum með því að bera fjóshauginn i logann, en á hinum
bænum með vatni, en á báðum stöðunum því miður árangurs-
laust, og lét eg, þegar eg kom, strax hætta við hvorttveggja.
í báðum tilfellunum var norðan stórveður og á báðum
bæjuuum voru eldheyin í veðurstöðu frá öðrum heyjum
JÞá lét eg taka torfið af næstu heyjunum og bera það á
logann, svo að hann misti loftið, og varð þá allt rólegt. Sömu
aðferð hafði eg á báðum bæjunum. Síðan lét eg leysa upp
eldheyið, með smástykkjum undau torfinu, í aðra átt, með
nægum aðskilnaði á heitn og köldu.
Við þessi tækifæri athugaði eg hvort nokkrar sérlegar
orsakir hefðu verið til hitans, og veitti því eftirtekt að gren
voru í heyjunum, sem eg tel til verra eins. Líka skoðaði
eg sjálft garðstæðið og stakk það upp með skóflu, og var
það með arf'a og gömlum rekjum. Það er sannfæring mfn
að oft munu orsakir til hita koma af illa vönduðum botni.
Eg legg því mestu áherzlu á að vanda vel botniun, og
stinga upp heystæðið áður en niður er latið. Sem sönuunar-
dæmi skal eg geta þess, að sumarið 1899 slógu tveir ná-
búar mínir töðu sína sömu dagaua, hirtu eins um hana, og
bundu inn sama dag, hálfsmánaðar gamla, ekki vel þurra,
en skaðlausa. Annar átti garðstæðið uppstungið fyrir 9 dög-
um, og moldin því þur hjá honum, sáði hann einuig salti
í töðuna og verkaðist liún ágætlega. Hinn lét niður i óupp-
stungið garðstæðið, fult af sagga og gömlum rekjum, hjá
honum svældist taðan niður í öskuhrúgu og varð lítið af
henni stráheilt.
Það er því áríðandi, næst því að vanda vel þurk á
heyjunum:
1. Að stinga upp og þurka garðstæðin vel.
2. Að byrgja vel gren og geilar, svo loft komist ekki
að heyjunum.
Eg vil segja að só hægra að eiga við heyjaeld, en
nokkurn aunan eldsvoða, þar sem heyjið er í stöpli sór, og
22*