Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 80
78
Þorsteinn Gylfason
HUGUR
VI
Vilji og löngun
Hvað skyldi nú vilji vera? Hugarburður heimspekinga eins og Ryle
vill vera láta? Og raunar ekki hann einn. Þegar Immanuel Kant birti
fyrsta höfuðrit sitt um siðfræði, Frumspeki siðlegrar breytni, brugðust
Þjóðverjar upp til hópa hinir verstu við. Frumhugtak þessarar siðfræði
er viljahugtakið: „Ekkert í alheimi er gott í sjálfu sér og án allra fyrir-
vara annað en hinn góði vilji,“ segir þar.20 Heimspekingum þótti þetta
tortryggilegt og sögðu að eins og Kant hefði áður þanið skynsemina úr
öllu valdi, svo að hún hefði orðið öldungis óþekkjanleg, þá færi hann
nú eins að um viljann. Aðrir létu sér nægja að draga dár að honum,
eins og Schiller sem kvað:
Geme dien ich den Freunden,
doch tu ich es leider mit Neigung,
Und so wurmt es mir oft,
dasz ich nicht tugendhaft bin.
Da ist kein anderer Rat,
du muszt suchen, sie zu verachten
Und mit Abscheu alsdann tun,
wie die Pflicht dir gebeut.
Ekki er nú skáldskapurinn ýkja beysinn. Það er þessi ekki heldur:
Kant sagði um menn vegna kynna af þeim
að kærleiksverk, þegar þeir sinna þeim,
teldi hann sjálfsagt þeir ynnu
í sjálfboðavinnu.
Ef aðeins þeir vildu ekki vinna að þeim.
Ein meginhugsunin í kenningu Kants er sú að eðlismunur sé á vilja
og löngun. En að vísu var þessi hugsun með afbrigðum óljós fyrir
honum, og í bók sem hann skrifaði síðar, Trú innan vébanda
skynseminnar, gerði hann rækilega tilraun til að hugsa skýrar en áður
20 Immanuel Kant, Grundlegung zur Metaphysik der Sitten (Hamborg:
Meiner, 1965), s. 393.