Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 94
92
Mikael M. Karlsson
HUGUR
alhæfum forskriftum í skilningi rökfræðinnar á afleiðslu.3 Ég mun
enga afstöðu taka til þessarar sannfæringar í þetta sinn. Þess í stað
Hann lenti í útistöðum við hægrisinnuð stjórnmálaöfl, sem á endanum tókst að
hrekja hann úr dómarastarfinu þrátt fyrir að hann hefði verið skipaður ævilangt.
Hann sagði þá af sér prófessorsstöðunni í Vín og kenndi í Þýskalandi til 1933.
Þegar nasistar komust til valda, hélt hann til Genfar og tók síðar við kennarastöðu í
Prag. Við upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar fluttist Kelsen til Bandaríkjanna.
Hann kenndi fyrst við Harvardháskóla og síðar við Berkleyháskóla, þar sem hann
varð prófessor í stjómmálafræði árið 1945. Kelsen var mjög virkur í starfi allt þar
til hann lést 91 árs gamall árið 1973. Á nærri sjötíu ára fræðimanns ferli samdi hann
fjölda bóka. Meðal þeirra mikilvægustu eru Reine Rechtslehre, Einleitung in die
rechtswissenschaftliche Problematik (Leipzig & Vienna: F. Deuticke, 1934), sem
kom út á ensku undir heitinu Introduction to the Problems of Legal Tlieory: A
Translation of the First Edition of the Reine Rechtslehre (Oxford: Clarendon Press,
1992); General Theory of Law and State (Cambridge, MA: Harvard University
Press, 1945); önnur útg., „ný endurskrifuð og aukin“ af Reine Rechtslehre (Vienna:
F. Deuticke, 1960), sem kom út á ensku sem Pure Theory ofLaw (Berkeley & Los
Angeles: University of California Press, 1967); og að honum látnum kom út
Allgemeine Theorie der Normen (Wien: Manz 1979), sem í enskri þýðingu heitir
General Theory of Norms (Oxford: Clarendon Press, 1991).
3 Ég hef af ráðnum hug stillt mig um að skýra orðið forskrift (sem er þýðing á enska
orðinu norm) í þessari grein. Mér virðast höfundar um þetta efni yfirleitt ekki
greina á milli forskrifta sem (a) setninga sem í einhverjum skilningi bjóða eða
banna; (b) hœfdegra setninga af þessu tæi, þ.e.a.s. setninga sem eiga rétt á sér; (c)
inntaks slíkra setninga, og er þá inntak setningar líkt setningunni að mikilsverðu
leyti eins og því að hafa röklega byggingu og standa í röksambandi við inntak
annarrar setningar; (d) slabreynda eða ástands sem gera slíka setningu hæfilega; og
(e) setninga sem týsa slíkum staðreyndum. (Þessi listi er ekki tæmandi, og allt sem
á honum er má útfæra á mjög ólíka vegu.) Jafnvel höfundar sem reyna að vera
skýrir eiga til að valsa á milli þessara kosta (og kannski annarra) með reikulum og
ruglingslegum hætti. Sá sem telur hinar fjórar tölusettu staðhæfingar í meginmáli
mfnu vera skiljanleg ágreiningsefni sem skipta máli fyrir kostinn á að leiða eina
forskrift af annarri kemst ekki hjá því, að ég held, að Ieggja í orðið forskrift
skilning (a), (b) eða (c). Af þeim þremur virðast mér (a) og (b) álitlegastir, en ég
styð þá skoðun ekki rökum að svo stöddu. Þó svo fólk kæmi sér saman um að nota
orðið forskrift í merkingunni setning (eða hœfileg setning) sem býður eða bannar,
þá væri eftir að svara þeirri djúpu og erfiðu spurningu hvað það þýði að setning
hafi slíkan áhrifamátt. Ég mundi skilja þetta efni á allt annan hátt en Kelsen, og
líka á annan hátt en ýmsir yngri höfundar eins og Bulygin eða von Wright. Sjá til
dæmis Eugenio Bulygin, „Norms and Logic“, Law and Philosophy, 2 (ágúst,
1985), s. 145-163, og Georg Henrik von Wright, „Is and Ought", Man, Law and
Modern Forms ofLife, E. Bulygin, J.-L. Gardies og I. Niiniluoto ritstj, (Dordrecht:
Reidel, 1985), s. 263-281. Gagnlega umræðu um þetta (sem ég því miður kom ekki
höndum yfir fyrr en ég hafði lokið þessari grein) er að finna í Michael Hartney,
„The Confusion in Kelsen's Final Rejection of a Logic of Norms", Archivfiir
Rechts- und Sozialphilosophie-Beiheft 52: Praktische Vernunft, Gesetzgebung und
Rechtswissenschaft, Waldemar Schreckenberger, ritstj. (Stuttgart: Franz Steiner