Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 96

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 96
94 Mikael M. Karlsson HUGUR það verk hermanns sem hlýðir lögmætum skipunum í orrustu. í öllum þessum tilfellum kynni manndrápið að vera heimilt frá sjónarhóli laga og jafnvel siðferðis. Með öðrum orðum þyrfti sérhæfa forskriftin sem bannar þetta tiltekna manndráp ekki að vera gild, þó svo að við höfum gilda alhæfa forskrift sem bannar manndráp yfirleitt. En sú staðreynd að sum manndráp eru leyfileg, eins og þau sem við tókum dæmi af, knýr okkur ekki til taka það aftur að gild alhæf forskrift banni mann- dráp. Sú regla getur staðið þrátt fyrir gagndæmin. Þetta hrekkur til, ef á það er fallizt, að sanna kenningu Kelsens. m En nú má segja — það hefur reyndar oft verið sagt — að kenning Kelsens sé aðeins sennileg vegna þess hve orðalag um alhæfar forskriftir er oftast ónákvæmt eða lauslegt. Þannig megi segja að undantekningar séu innbyggðar í hina gildu alhæfu forskrift. Helztu undantekningarnar eru þær þrjár sem við nefndum. Enn fremur, tæmandi og nákvæmt orðalag um forskriftina myndi telja upp allar þessar takmarkandi undantekningarý eins og ég mun kalla þær, til dæmis manndráp í sjálfsvörn. Þá mætti, öndvert við kenningu Kelsens, álykta með afleiðslu af hinni nákvæmlega orðuðu forskrift að hvert einasta manndráp sem fellur undir forskriftina sé óleyfilegt. Þar með mætti leiða gildi sérhæfra forskrifta rökvíslega af gildi hinnar alhæfu reglu. Þessu má svara með þeim rökum að alhæfar forskriftir verði almennt talað ekki nákvæmlega orðaðar með þeim hætti sem við vorum að hugsa okkur rétt í þessu, þar sem listinn yfir takmarkandi undantekningar frá alhæfri forskrift sé yfirleitt opinn í endann og þar með ekki tæmandi. Fyrir utan fastar og tilgreinanlegar undantekningar frá reglunni sem bannar manndráp — sjálfsvörn og lagalegar aftökur — þá eru aðrar undantekningar sem ekki verða ljósar nema í rökræðum um einstök tilfelli, til að mynda í málflutningi fyrir dómi. 6 Takmarkandi undantekning er tilfelli sem við fyrstu sýn brýtur í bág við gefna reglu, án þess að vera gagndæmi sem gerir regluna ósanna eða ógilda. Takmark- andi undantekning gefur til kynna takmörkun á umfangi eða mætti reglunnar eins og skýrt er hér á eftir (§§IV-VI). Ef við föllumst á takmarkandi undantekningu frá reglu getum við ekki eftir það farið með regluna sem skilyrðislausa alhæfingu (sjá §IV).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.