Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 86

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 86
84 Þorsteinn Gylfason HUGUR Stuldurinn er auðvitað ekki valdbeiting. Hins vegar er það valdbeiting ef kennari gefur nemanda lægri einkunn en hann á skilið í því skyni að fella hann. Af þessu virðist mega ráða að valdbeitingin krefjist þess að kennarinn beiti áhrifum sínum sem kennari. Þetta atriði skýrist kannski betur ef við hugsum okkur þá aðferð kennarans að gefa nemanda sínum duglega í staupinu daginn fyrir próf með þeim afleiðingum að nemandinn er ekki nema háll'ur maður í prófinu. í þessu dæmi skiptir það bersýnilega máli af hvaða hvötum nemandinn fær sér neðan í þvf. Ef hann hefði hins vegar stilit sig um að fá sér í staupinu nema vegna þess eins að það var kennari hans sem átti í hlut, þá höfum við dæmi um valdbeitingu. Og með áþekkum hætti og myndugleiki virðist vera forsenda valdbeitingar í dæminu af aðgerð- um sonarins gagnvart foreldrum sínum, virðist einhvers konar stöðu- munur vera forsenda valdbeitingar í dæminu af kennara og nemanda. Og stöðumunur og viðurkenning hans eru efni sem ég hlýt að leiða hjá mér að sinni ekki síður en myndugleikann. Eina tilgátu tel ég þó sjálfgert að nefna vegna þess að ég á eftir að hnýta í hina siðfræðilegu tvíhyggju. Ég fæ ekki betur séð, í fljótu bragði alla vega, en að engin grein verði gerð fyrir fyrirbærum á borð við myndugleika og stöðumun án tilvísunar til réttar og réttarvalds. Mér virðist myndugleikinn vera einhvers konar réttur og stöðumunur fólginn í einhvers konar réttarmun. Og ef þetta er rétt, þó ekki sé nema að einhverju leyti, og hitt með að myndugleiki eða stöðumunur séu forsendur máttarvalds, þá virðist mér einsýnt að máttarvaldshugtakið geti ekki með neinu móti talizt reyndarhugtak í venjulegum skilningi, heldur séu tengsl þess við réttarhugtök nógu náin til þess að vekja miklar efasemdir um mikilvægi greinarmunarins á þessum tveimur tegundum hugtaka. Þetta eru auðvitað einberar tilgátur. En kannski duga þær til að vekja menn til umhugsunar og efasemda um hina hlutlausu, raunvísindalegu stjórnfræði og aðra þá félagsfræði sem lætur sig valdið nokkru skipta. Þessara félagsfræða er ríkið, en þar fyrir hvorki mátturinn né dýrðin. Þetta valdsorðaskak var eiginlega útúrdúr því ég á að vera að tala um viljann. Og vil ég nú varpa fram annarri tilgátu en þeirri sem þegar er fram komin, að vilji krefjist valds. Þessa tilgátu reifa ég bezt með því móti, held ég, að hverfa enn á vit Aristótelesar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.