Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 90

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 90
88 Þorsteinn Gylfason HUGUR neinu móti verið sá að vera slæniur maður. Og raunar hefðum við sem bezt getað orðað efasemdir okkar um einstök atriði í heilabrotum Aristótelesar með því að tala um vilja fremur en val. Við hefðum getað undrazt það hvers vegna breyskur maður gæti ekki talizt hafa vilja til ánægjulegrar næturstundar með konu bezta vinar síns. Og í kaflanum okkar úr Vltu bók Siðfrœðinnar höfum við drög að svari við þessari spurningu. Það er vegna þess að breyskur maður getur ekki sagt: „Þetta kalla ég að breyta vel: Þelta er það sem ég vil vera: maður sem bezti vinur hans getur ekki treyst til að sjá konuna sína í friði.“ Síðari tilgáta mín um viljann er þá sú að vilji krefjist siðferðis —og það siðferðis til aðgreiningar frá einberri siðferðisvitund, því siðferðis- vitundina hefur hinn breyski þrátt fyrir allt. Og að hafa siðferði er meðal annars í þvf fólgið að breyta í Ijósi þess hvers konar manneskja maður vill vera. Samkvæmt þcssu snýst siðferði uni að vera en ekki að gcra. Og þann vísdóm getum við ekki einungis sótt til þeirra Platóns og Aristó- telesar, heldur raunar líka til Páls postula þar sem hann segir að fyrir Guði réttlætist enginn maður af lögmálsverkum. Að Páli hef ég það eitt að finna að þar sem hann talar um trú vil ég tala um siðferði og segja: „Vér álítum því að maðurinn réttlætist af siðferði án lögmáls- verka.“ Og bæta síðan við eins og hann: „Gjörum vér þá lögmálið að engu með siðferðinu? Fjarri fer því; heldur staðfestum vér lögmálið.“ Eg hef þegar reynt að sýna fram á siðleysi athafnasiðfræðinnar, lögmálssiðfræðinnar. Og þau rök mín hygg ég séu jafngild gegn nytja- stefnu Mills, viðmiðakenningu Hares, athafnahyggju Marx, tilvistar- speki Sartres. Ameríkumenn hafa þann ágæta sið á almennings- salernum að fylla þar alla veggi með hvers konar áletrunum. Ég þekki enga betri en þá sem stóð á hurð á kjallaraklósetti í háskólabóka- safninu á Harvard: To do is to be. J.S. Mill To be is to do. J.-P. Sartre Do-be-do-be-do. F. Sinatra Og hér var það Frank Sinatra sem hafði á réttu að standa. Að vcra og að gera er ekki eitt. Það er tvennt, og tvennt ólíkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.