Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 39

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 39
HUGUR Frelsi, samfélag ogfjölskylda 37 Það má líta á gagnrýni Gilligans á kenningu Lawrence Kohlbergs um siðferðisþroska sem óbein andmæli gegn siðfræði frjálslyndis- stefnunnar, þar sem hugmyndir Kohlbergs um cfsta stig siðferðis- þroska, hið svokallaða „framsæmisstig“ (postconventional) eru af líkum toga og kenning Rawls um réttlætið.5 6 Gilligan ögrar hugnrynd Kohlbergs um hina sjálfráðu siðferðisveru sem fellir dóma í samræmi við algild lögmál, og vill að aðstæðubundnir dómar, eða dómar sem grundvallast á umhyggjusjónarmiðum og ábyrgðartilfinningu, sem konur eru að hennar mati lfklegri til að fella, njóti sömu viður- kenningar. Hún heldur því fram að þessa umhyggjusiðfræði (etliic of care), sem þurfi vissulega ekki að cinskorðast við konur, beri ekki að túlka sem velsæmisstig siðferðis, eins og í kenningu Kohlbergs, heldur sem siðfræði senr rísi jafn hátt og sé jafnvel æðri hreinni réttlætissiðfræði (ethic of justice). Kenning Gilligans unr að rökhugsun um siðferðileg efni sé háð kynferði, cr vafasöm og scnnilega óásættanleg eins og hún setur hana fram/’ Það er líka full ástæða til að andmæla þeim verufræðilega kynjamun sem kenningin elur á. Samt sem áður endurspegla hugmyndir Gilligans um siðferðilega afstöðu sem á að vera dæmigerð fyrir konur, reynslu kvenna af því að vera ábyrgar fyrir umönnunar- og aðhlynningarstörfum jafnt innan heimilis sem utan. Hvað þann þátt varðar sýnir umhyggjusiðfræði Gilligans fram á stjórnmálalegt mikil- vægi einkalífsins (að svo miklu leyli sem líta má á umönnunarstörf almennt sem framlengingu á verkum kvenna innan heimilanna, and- stætt öðrum störfum á vinnumarkaði). Auk þessa bendir Gilligan á þætti siðferðilegrar reynslu sem eru vanræktir í frjálslyndum siðfræði- kenningum. Hún telur þörf á að gefa meiri gaum að því samhengi sem siðferðisdómar eru felldir í. Eins og samfélagssinnar hafa líka haldið 5 í kenningu sinni um siðferðisþroska skilgreinir Kohlberg þrjú aðalstig siðferðisþroska, postconventional (framsæmisstig), conventional (velsæmisstig) og preconventional (forsæmisstig). Höfundur þakkar Wolfgang Edelstein þýðingu þessara hugtaka. Sjá L. Kohlberg, Essays on nwral development, Vol. 1: The philosophy of moral development (San Francisco: Harper & Row, 1981). 6 Sbr. t.d. L. Walker, „Sex Differences in the Development of Moral Reasoning: a Critical Rcview", Child Development, 55 (1984), s. 677-691. Sjá nánari umfjöllun um hugmyndir Gilligans í grein minni „Er til kvennasiðfræði? Hugleiðingar um hugmyndir Carol Gilligans um kvennasiðfræði og þýðingu þeirra fyrir siðfræði Kvennalistans", Rit Rannsóknastofu í kvennafrœöum, Þórunn Sigurðardóttir og Ragnhildur Richter ritstj. (Reykjavík, 1994).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.