Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 14

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 14
HUGUR 6. ÁR, 1993-1994 s. 12-34 Wayne J. Norman Aðferðafræði í anda Rawls* Hvernig getum við útskýrt hin miklu áhrif Johns Rawls á stjórn- málaheimspeki í hinum enskumælandi heimi þrátt fyrir að varla finnist nokkur heimspekingur sem kalla mætti „Rawlssinna“? Að hluta til er skýringin sú að síðan Kenning um réttlæti kom út árið 1971* hafa þeir sem víkja frá meginhugmyndum Rawls sætt sig möglunarlaust við þá kvöð að sönnunarbyrðin hvíli á þeirra herð- um. Þetta á við um þá sem greinir á við Rawls, til dæmis um eðli sáttmálakenninga, upphafsstöðuna, hugmyndir Kants um siðgæðisvitund manna, réttlætislögmálin tvö, forgang frelsisins, eða jafnvel um hagnýtari hluti eins og borgaralega óhlýðni, skyldur okkar við óbornar kynslóðir eða borgaralega menntun í samfélögum þar sem trúmál skipta miklu. Ég hygg að sanngjarnt sé að segja að þessi áhrif Rawls fari nú þverrandi. En Rawls hefur haft önnur og dýpri áhrif, sem eru jákvæðari og varanlegri en eru sjaldan rædd og naumast veitt eftirtekt. Ég tel að Rawls beri nefnilega að stórum hluta ábyrgð á að hafa breytt því hvernig við stundum stjórnmálaheimspeki. Þannig að þrátt fyrir að tiltölulega fáir okkar komist að nákvæmlega sömu niðurstöðum og Rawls, þá er aðferðafræðilegt viðhorf okkar — viðhorf sem felur í sér hugmyndir um viðfangsefni, forsendur, samhengi og verklagsreglur stjórnmálaheimspeki — á þann veg að margir okkar eru nú yfirlýstir „aðferðafræðilegir Rawlssinnar,“ þ.e. við styðjumst við aðferðafræði sem er í anda Rawls. * [„Methodological Rawlsianism" er fyrirlestur sem Wayne Norman flutti við heimspekideild Louvain háskóla vorið 1993. Við þýðingu hans naut ég góðs af yfirlestri og ábendingum Ólafs Páls Jónssonar. — Þýð.] 1 A Theory of Justice (Oxford: Oxford University Press, 1971). [ Kenmng um réttlœti er, eins og mörgum mun kunnugt, höfuðrit Rawls og er gjarna talið eitt áhrifamesta rit í stjórnmálaheimspeki á þcssari öld. Þýðingin á bókar- heitinu, ásamt nokkrum hugtökum úr kenningum Rawls, er fengin frá Þorsteini Gylfasyni úr grein hans „Hvað er réttlæti", Skírnir, 158. ár (1984), en í þeirri löngu grein er að finna, auk réttlætiskenninga Þorsteins sjálfs og Roberts Nozick og raunar fleiri, stutt en gagnlegt ágrip af kenningum Rawls. — Þýð.]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.